Calidris Miðavörður

11.6.2008

Calidris Ticketing Integrity (TI) er ný vara í Calidris Integrity (CI) vörulínunni. 

Sökum takmarkana í gagnahögun og takmarkaðra samskipta milli gömlu upplýsingakerfanna sem flugfélög nota, eru ótal glufur sem hægt er að misnota, sem veldur verulegu tekjutapi fyrir flugfélögin.

Calidris Integrity er "Revenue Integrity" lausn fyrir flugfélög, tölvukerfi sem finnur tekjulekavandamál og leysir úr þeim á sjálfvirkan hátt.  CI-lausnin hefur hingað til eingöngu unnið með bókanir en með Ticketing Integrity mun lausnin einnig vinna með flugmiða.  TI-lausin les inn miðagögn úr ytri kerfum, tengir miðann við flugbókun og greinir allt misræmi á milli bókunar og miða.  Ef misræmi er sem gæti bent til tekjuleka, framkvæmir TI sjálfvirkt aðgerðir til að stemma stigu við þeim leka.  Þetta er gert um leið og miðinn er gefinn út eða honum breytt.

Ekki er til nein önnur lausn sem tengir saman miða og bókanir fyrir brottför og kemur þannig í veg fyrir vandamálin um leið og þau verða til.  Það er veruleg þörf fyrir slíka lausn, og Calidris er í bestri stöðu til að uppfylla þá þörf.

Þetta verkefni snýst um að þróa Ticketing Integrity-lausina, gera markaðsáætlun og prófa lausnina hjá einu flugfélagi.

Heiti verkefnis: Calidris Miðavörður
Verkefnisstjóri: Magnús E. Sigurðsson, Calidris ehf., magnus.sigurdsson()calidris.com
Styrkþegi: Calidris ehf.
Verktími: 1 ár
Styrkur:  10 m. kr.
Umsjónarmaður Rannís: Sigurður Björnsson,
sigurdur@rannis.is    
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 081222









Þetta vefsvæði byggir á Eplica