Greining árangursvísa í skólastarfi
Árangursvísar eru ný eining í upplýsingakerfið InfoMentor. Einingin styrkir kerfið í Svíþjóð og á Íslandi og veitir Mentor algjöra sérstöðu í Bretlandi.
Mentor er að hefja markaðssókn í Bretlandi. Fyrsti skólinn tekur InfoMentor í notkun í febrúar 2008. Tilskipun frá menntamálaráðherra segir að allir skólar skulu innleiða kerfi eins og InfoMentor á næstu 3-4 árum sem er liður í fuglaflensuáætlun ríkisstjórnarinnar.
Í Bretlandi er mikil áhersla lögð á árangursstjórnun. "Education is all about constantly striving for more and raising your game "(Jim Knight, 2008). Til þess að skólar geti stöðugt bætt sig þurfa þeir lausn sem veitir þeim yfirsýn yfir skólastarfið. Tilgangur þessa verkefnis er að hanna, smíða og innleiða einingu þar sem notendur geta skilgreint árangursvísa og fengið tölulegar upplýsingar um árangursþætti sem þegar eru skráðir í InfoMentor.
Stjórnborðið er eining fyrir:
- Sveitarfélög og skólastjóra til að fylgjast með frammistöðu í sínum skólum og vinna að umbótum
- Kennara til að vinna markvisst að auknum árangri nemenda
- Foreldra og nemendur sem geta kallað upp ítarlegar skýrslur um námsframmistöðu
Einingin styrkir InfoMentor til muna og er mikilvægt skref í átt að framtíðarsýn Mentors sem er að verða í fararbroddi á sviði upplýsingakerfa fyrir skólasamfélagið í Evrópu með áherslu á einstaklingsmiðun og gæðastjórnun.
Heiti verkefnis: Greining árangursvísa í skólastarfi
Verkefnisstjóri: Vaka Óttarsdóttir, Mentor ehf., vaka()mentor.is
Styrkþegi: Mentor ehf.
Verktími: 2 ár
Styrkur: 10 m. kr. fyrra árið
Umsjónarmaður Rannís: Sigurður Björnsson, sigurdur@rannis.is
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 081217