Hagnýting gagnatenginga skipa við orkustjórnun
Á síðustu misserum hafa gervihnattatengingar fyrir skip lækkað í verði og áreiðanleiki þeirra aukist. Við þetta hefur tækifæri opnast til að þróa búnað sem tengir orkustjórnunarkerfi um borð í skipum við land þannig að hægt sé að ná fram enn frekari hagræðingu í rekstri skipa.
Útgerðum verður gert kleift að bera saman ólík skip, fá heildaryfirsýn og samanburð á lykilstærðum fyrir skipaflotann. Með hjálp gervigreindaraðferða verða gögnin nýtt til að bæta spádómshæfileika líkanna sem notuð eru við orkustjórnun.
Heiti verkefnis: Hagnýting gagnatenginga skipa við orkustjórnun
Verkefnisstjóri: Jón Ágúst Þorsteinsson, Marorku ehf., jat()marorka.com
Styrkþegi: Marorka ehf.
Verktími: 3 ár
Styrkur: 9 m. kr. 1. árið
Umsjónarmaður Rannís: Sigurður Björnsson, sigurdur@rannis.is
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 081216