Norðurkví

12.6.2008

Mikil tjón hafa hlotist á eldisbúnaði, einkum sjókvíum, sökum erfiðra umhverfisaðstæðna við Ísland. Í því ljósi er verkefninu NORÐURKVÍ hrundið af stað með það að markmiði að hanna og smíða sjókvíar sem uppfylla ýtrustu kröfur um styrk og þol fyrir íslenskar aðstæður. Í verkefninu verða eftirfarandi atriði höfð að leiðarljósi:

  • Tekin verða saman gögn um sér íslenskar umhverfisaðstæður sem taka þarf tillit til við hönnun á sjókvíum fyrir íslenskar aðstæður.
  • Kanna hvort kvíalausnir, sem nú eru á markaði, henta við umhverfisaðstæður hér á landi.
  • Þróa, ef þörf er á, núverandi kvíalausnir að þeim aðstæðum sem hér eru.
  • Prófa þær lausnir sem finnast í vekefninu við raunverulegar aðstæður á Íslandi með tilliti til áhrifa þeirra á fiskinn sem í þeim er alinn og hvernig þær henta sem vinnustaður.

Með þessu móti verða íslenskar sjókvíar fyrir íslenskar aðstæður smíðaðar fyrir íslenskan fiskeldisiðnað.

Heiti verkefnis: Norðurkví
Verkefnisstjóri: Jón Árnason, Matís ohf., jon.arnason()matis.is
Þátttakendur: Matís-eldisdeild, Náttúrustofa Vestfjarða, SINTEF Fiskeri og havbruk AS, Hafrannsóknastofnunin, Veðurstofa Íslands og Hraðfrystihúsið Gunnvör
Verktími: 3 ár
Styrkur:  7,5 m.kr. 1. árið
Umsjónarmaður Rannís: Sigurður Björnsson, sigurdur@rannis.is    
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 081227









Þetta vefsvæði byggir á Eplica