FisHmark

12.6.2008

Þróaður hefur verið, í verkefninu Framlegðarhámörkun, frumgerð hugbúnaðar er gerir stjórnendum sjávarútvegsfyrirtækja kleyft að stunda nákvæmari áætlanagerð um veiðar fiskiskipa en nú er. 

Markmið þessa verkefnis er að þróa þessa frumgerð til söluhæfrar vöru, innleiða fullþróaðan hugbúnaðinn í sjávarútvegsfyrirtækin í verkefninu og kynna hann á markvissan hátt, hérlendis sem erlendis.

Frumgerð hugbúnaðarins gerir stjórnendum kleift að stunda nákvæmari áætlanagerð um veiðar fiskiskipa en nú er, jafnt til lengri sem skemmri tíma.  Þar sem teknir eru inn í áætlunargerð þættir eins og árstími, hvar er hagstæðast að sækja fisk, fjarlægð á mið, áhrif kvóta og olíuverð svo að eitthvað sé nefnt. Hugbúnaðinum er einnig ætlað að gera skipulagningu landvinnslu markvissari en nú er og vera tengdur með sjálfvirkum hætti við upplýsingakerfi sjávarútvegsfyrirtækja.

Hugbúnaðurinn mun aðstoða við að ákvarða hvaða vinnsluleiðir eru hagstæðastar út frá markaðsverði og hvernig er hagstæðast að ráðstafa afla inn í vinnslu út frá þáttum eins og aldri, stærð og eiginleikum aflans.

Heiti verkefnis: FisHmark
Verkefnisstjóri: Sveinn Margeirsson, Matís ohf., Sveinnm()matis.is
Þátttakendur: Matís ohf., Samherji hf., Vísir hf./Fiskiðjusamlag Húsavíkur, Fisk Seafood, Guðmundur Runólfsson
hf., AGR, Maritech hf. og Trackwell hf.
Verktími: 2 ár
Styrkur: 
Umsjónarmaður Rannís: Sigurður Björnsson,
sigurdur@rannis.is   
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 081223

  









Þetta vefsvæði byggir á Eplica