Ljósvarpa
Markmið verkefnisins er að þróa, hanna, smíða og prófa veiðarfæri/vörpu þar sem ljós er notað til smölunar á fiski.
Stefnt er að því að geta smalað fiski saman og fangað hann án þess að varpan sjálf snerti sjávarbotn en við það verður aðferðin vistvænni en núverandi veiðarfæri. Orkunotkun á hvert veitt kg fisks lækkar umtalsvert frá því sem nú er þar sem ljósgeisli er viðnámslaus í vatni en hefðbundin veiðarfæri hafa verulegt dráttarviðnám.
Sýnt var fram á að fiskur smalast með ljósi í verkefni sem hét "Rannsóknir á nýrri orkusparandi veiðitækni" því verkefni var lokið um s.l. áramót.
Heiti verkefnis: Ljósvarpa
Verkefnisstjóri: Halla Jónsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Hallaj()nmi.is
Þátttakendur: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Hafrannsóknastofnunin, Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. og Fjarðanet hf.
Verktími: 3 ár
Styrkur: m. kr. 1. árið
Umsjónarmaður Rannís: Sigurður Björnsson, sigurdur@rannis.is
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 081241