Ratvís - staðsetningarbúnaður fyrir ómönnuð för
Markmið þessa verkefnis er að bæta úr brýnni þörf fyrir ódýr og einföld siglingatæki til nota við staðsetningu og stýringu farartækja þar sem GPS-gervihnattastaðsetningar nýtur ekki við, s.s. neðansjávar og innandyra.
Með ódýrum siglingatækjum verður einstökum háskóladeildum, lögreglu, og slökkviliði sem og smærri verktökum kleift að festa kaup á ómönnuðum förum til margbreytilegra hagnýtra starfa. Með þessu er þess vænst að sala á ómönnuðum farartækjum aukist verulega og skapi nýjan markað fyrir siglingatæki af þessu tagi.
Í hnotskurn eru markmið verkefnisins þessi:
Frumhönnun hugbúnaðar og vélbúnaðar.
Smíði tilraunafrumgerðar og prófanir við raunverulegar aðstæður.
Hönnun, smíði, kynning og prófun framleiðslufrumgerðar hjá fyrstu viðskiptavinum.
Ná markaðsforskoti á þeim nýja markaði sem myndast með tilkomu þessarar nýju tækni.
Heiti verkefnis: Ratvís - staðsetningarbúnaður fyrir ómönnuð för
Verkefnisstjóri: Torfi Þórhallsson, torfi.thorhallsson()gmail.com
Verktími: 3 ár
Styrkur: 5,4 m. kr. 1. árið
Umsjónarmaður Rannís: Sigurður Björnsson, sigurdur@rannis.is
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 081241