Kísilfelling úr jarðsjó
Til þess að hægt sé að nýta jarðsjó sem til fellur á Reykjanesi til orkuframleiðslu er unnið að þróun búnaðar sem kemur í veg fyrir kísilútfellingar. Kísillinn fellur ekki út úr jarðsjónum heldur myndar örsmáar fjölliður sem haldast í honum allt að 30 daga. Með því að hækka sýrustig fellur kísillinn út í smáum kornum.
Í fyrsta lagi verður þróuð aðferð til þess að stýra fellingunni og framleiða fínkorna kísil sem er mjög verðmætur.
Í öðru lagi verður hannað og smíðað tæki þar sem kísill er felldur út úr ómeðhöndluðum jarðsjó.
Í þriðja lagi verður beitt himnutækni til þess að hreinsa málmsölt úr kíslinum og framleiða hágæðakísil.
Áætluð framleiðsla verður 10.000 t/ári að verðmæti 3.900 milljónum á næstu 10 árum og hreinn virðisauki um 1.000 milljónir kr.
Heiti verkefnis: Kísilfelling úr jarðsjó
Verkefnisstjóri: Egill Þórir Einarsson, Agnir ehf., Egill()agnir.is
Styrkþegi: Agnir ehf.
Verktími: 1 ár
Styrkur: 2 m.kr.
Umsjónarmaður Rannís: Lýður Skúli Erlendsson, lydur@rannis.is
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 081239