Tillífun á jarðhitagasi

23.6.2008

Markmið verkefnisins er að nýta afgas frá jarðhitaorkuverum til framleiðslu á fóðurmjöli og um leið að eyða brennisteinsvetni og draga úr losun koldíoxíðs. Jarðvarmaorkuver losa gríðarlegt magn af vetni, koldíoxíði og brennisteinsvetni (H2S).
Brennisteinsvetni er illþefjandi, eitrað og tærandi, þannig að viðvarandi lágur styrkur þess í lofti skemmir t.a.m. rafrásir í tölvum. Með aukningu í jarðhitavirkjunum nálægt byggð er því hér um aðkallandi vandamál að ræða.

Fyrirtækið Prokatín ehf. hefur í nokkur ár stundað rannsóknir á að rækta örverur á jarðhitagasi og nú s.l. ár í sérbúinni tilraunaaðstöðu sem byggð var inni í Orkuverinu á Nesjavöllum og fjármagnað af Orkuveitu Reykjavíkur. Ljóst er því að hægt er að nýta slíkar gastegundir til framleiðslu á verðmætum afurðum. Prokatín stefnir að því að nota líffræðilegar aðferðir og nálgast þetta vandamál þar sem þessi "úrgangsefni" jarðvarmaorkuvera eru meðhöndluð sem auðlind frekar en mengun. Tilraunirnar fram að þessu hafa verið í 1-10 lítra skala en nú á að taka næsta skref og fara í 5-10 þúsund lítra "pilot" skala.

Heiti verkefnis: Tillífun á jarðhitagasi
Verkefnisstjóri: Arnþór Ævarsson, Prokatín ehf.,
Arnthor()prokatin.is
Þátttakendur: Prokatín ehf., VGK-Hönnun, Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands
Verktími: 2 ár
Styrkur: 10 m.kr. fyrra árið
Umsjónarmaður Rannís: Lýður Skúli Erlendsson, lydur@rannis.is
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 081250









Þetta vefsvæði byggir á Eplica