Vinnsluferill línuveiðiskipa - Aflabót
Markmið verkefnisins er að hanna nýjar og endurbættar tæknilausnir við beitningu og meðhöndlun hráefnis í línuveiðiskipum í þeim tilgangi að lækka kostnað við vinnsluna, auka vinnuhagræði, hráefnisgæði og þar með verðmæti afla.
Framtíðarsýn verkefnisins er að auka sóknartækifæri í línuveiðum sem hafa farið vaxandi á undanförnum árum. Almennt er talið að línuveiðar séu umhverfisvænni veiðar og skili betri afla en togveiðar og hafa útgerðamenn í auknum mæli snúið sér að línuveiðum. Nefna má tvo stóra áhrifaþætti sem að þessu lúta, hækkandi olíuverð og auknar áherslur á umhverfismál.
Olíukostnaður er hlutfallslega stór þáttur í útgerð fiskiskipa á hvert kg af veiddum fisk. Olíunotkun línuskipa er minni en helmingur þess sem togveiðiskip nota, reiknað á hverja aflaeiningu. Umhverfissjónarmið eru hér tvíþætt, annars vegar minni olíueyðsla og hins vegar minni áhrif á lífríki hafsins en við togveiðar.
Heiti verkefnis: Vinnsluferill línuveiðiskipa - Aflabót
Verkefnisstjóri: Albert Högnason, 3X Technology ehf., albert()3x.is
Verktími: 2 ár
Styrkur: 5 m. kr. fyrra árið
Þátttakendur: 3X Technology ehf , Matís ohf. , Vísir hf., Brim hf. og Samherji hf.
Umsjónarmaður Rannís: Sigurður Björnsson, sigurdur@rannis.is
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 081247