Prótein úr vetni - verkefni lokið í Tækniþróunarsjóði
Heiti verkefnis: Prótein úr vetni
Verkefnisstjóri: Arnþór Ævarsson, Prokatín ehf., arnthor()prokatin.is
Stuðningsþegar: Prokatín ehf, Mannvit hf. og Háskólinn á Akureyri
Verktími: 2 ár
Styrkur alls: 20 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 061271
VERKEFNIÐ VAR STUTT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.
Líftæknifyrirtækið Prokatín ehf., Mannvit verkfræðistofa og Háskólinn á Akureyri hafa með stuðningi Tækniþróunarsjóðs unnið undanfarin tvö ár að samstarfsverkefninu "Prótein úr vetni".
Eitt helsta markmið verkefnisins var að rannsaka hvort hægt væri að rækta örverur á jarðvarmagasi, þ.e. aflofti sem skilið er frá jarðgufu í jarðavarmavirkjunum. Í þessum tilgangi var sett á laggirnar rannsóknastofa við Nesjavallavirkjun í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur. Rannsóknastofan á Nesjavöllum er einstök í heiminum og hefur gert kleift að gera rannsóknir sem ekki er unnt að gera annars staðar.
Sýnt hefur verið fram á að hægt er að rækta örverur á jarðvarmagasinu og nýta örverurnar vetni og brennisteinsvetni í gasinu sem orkugjafa og binda um leið koldíoxíð sem einnig er að finna í gasinu. Rannsakaðir voru ýmsir þættir sem hafa áhrif á vöxt örveranna og skilvirkni í ræktunarkerfi af þessu tagi.
Niðurstöðurnar lofa góðu og hafa m.a. verið nýttar í einkaleyfisumsókn og í hagkvæmniathuganir fyrir framtíðarverksmiðju. Niðurstöðurnar eru jafnframt helsta forsenda fyrir áframhaldandi rannsóknir og þróun sprotafyrirtækisins Prokatín ehf. og leggja grunn að frekari nýsköpun og viðskiptáætlun næstu ára.
Ljóst er að langtímamarkmið þessara rannsókna, sem er að byggja upp framleiðslukerfi fyrir próteinríkt mjöl sem um leið er hreinsunarkerfi fyrir jarðvarmavirkjanir, mun skila gríðarlegum umhverfisávinningi jafnframt því að búa til verðmætar afurðir úr áður ónýttri íslenskri auðlind.
Listi yfir afrakstur verkefnisins, sem og skýrslur, greinar og handrit.
Annika Robertson 2007: Bacterial cultivations and primary investigation for fermentation pilot plant at Nesjavellir geothermal power plant. Ritgerðin er hluti náms í Lífverkfræði við Chalmers Tekniska Högskola í Gautaborg, Svíþjóð
Hildur Vésteinsdóttir 2008: "Physiological and phylogenetic studies of thermophilic, hydrogen and sulfur oxizing bacteria isolated from Icelandic geothermal areas". Meistararitgerð, Auðlindasvið, Viðskipta- og raunvísindadeild, Háskólinn á Akureyri.
Dagný Björk Reynisdóttir 2007: " Physiological and phylogenetic studies of thermophilic hydrogen oxidizing bacteria from Icelandic hot-springs". Meistararitgerð, Auðlindasvið, Viðskipta- og raunvísindadeild, Háskólinn á Akureyri.
Arnþór Ævarsson, Ásgeir Ívarsson, Jóhann Örlygsson og Jakob K. Kristjánsson 2007: Cultivation of microorganisms using geothermal gas / Ræktun á örverum með jarðvarmagasi. Íslensk einkaleyfisumsókn