Bætibakteríur í lúðueldi - verkefnislok í Tækniþróunarsjóði

2.12.2008

  

Heiti verkefnis: Bætibakteríur í lúðueldi
Verkefnisstjóri: Rannveig Björnsdóttir, Matís ohf., rannveig.bjornsdottir()matis.is
Þátttakendur: Matís ohf., Fiskey hf. og Háskólinn á Hólum og Háskólinn á Akureyri
Verkefnistími: 2 ár, upphafsár 2006
Styrkfjárhæð samtals: 12.952.000 kr.
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 061281

VERKEFNIÐ VAR STUTT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Verkefnið "Bætibakteríur í lúðueldi" var unnið í samstarfi Matís ohf., Fiskey hf., Háskólans á Akureyri og Hólaskóla. Heildarmarkmið verkefnisins var að hanna blöndu bætibaktería til notkunar á fyrstu stigum lúðueldis, með það að markmiði að auka afkomu lúðulirfa en mikil afföll verða á fyrstu stigum eldisins.

Í upphafi verkefnisins var megin áhersla lögð á kortlagningu bakteríuflóru í öllum eldiseiningum Fiskeyjar hf. og tengsl hennar við afkomu og gæði lirfa rannsökuð. Jafnframt var sett upp ný greiningaraðferð sem reynst hefur gefa góða yfirsýn yfir fjölbreytileika bakteríuflóru í umhverfissýnum úr fiskeldi og þeim breytingum sem verða á henni við mismunandi meðhöndlun. Víðtæk leit var gerð að hugsanlegum bætibakteríum í meltingarvegi lirfa úr eldiseiningum þar sem árangur var sérstaklega góður og að lokum valdir þrír stofnar í nýja blöndu bætibaktería til notkunar á fyrstu stigum lúðueldis.

Framkvæmdar voru þrjár aðskildar tilraunir þar sem meðhöndlað var með blöndunni á mismunandi stigum eldisins, frá hrognastigi til loka frumfóðrunar. Áhrif meðhöndlunar voru metin með hliðsjón af afkomu, vexti og gæðum lirfa auk þess sem áhrif á samsetningu bakteríuflóru eldisins var rannsökuð.

Helstu niðurstöður benda til þess að meðhöndlun með bætibakteríunum hafi áhrif á samsetningu bakteríuflóru hrogna, lirfa og fóðurdýra þeirra en vísbendingar eru um að til þess að viðhalda þeim áhrifum þurfi að meðhöndla oftar en hér var gert.

Niðurstöður gefa jafnframt til kynna að meðhöndlun á hrognastigi geti leitt til fækkunar vanskapaðra kviðpokalirfa auk þess sem meðhöndlun í frumfóðrun hafi jákvæð áhrif á afkomu lirfa. Notkun bætibaktería í endurnýtingarkerfi með lífhreinsi virtist ekki hafa neikvæð áhrif á vatnsgæði né heldur leiða til aukins fjölda baktería í eldisvökva en það er vísbending um að bætibakteríurnar hindri vöxt annarra bakteríutegunda í endurnýtingarkerfi með lífhreinsi. 

Afrakstur:

  • Ný aðferð til rannsókna á samsetningu bakteríuflóru í umhverfissýnum fiskeldis
  • Kortlagning bakteríuflóru á fyrstu stigum eldis lúðulirfa
  • Ný blanda bætibaktería til stýringar bakteríuflóru á fyrstu stigum lúðueldis
  • Lægri tíðni gapara á kviðpokastigi og aukin afkoma lirfa í frumfóðrun samfara bætibakteríumeðhöndlun
  • Möguleikar á efnahagslegum og umhverfislegum ávinningi fyrir íslenskt fiskeldi
  • Vísbendingar um jákvæð áhrif notkunar lífsía til að viðhalda æskilegri bakteríuflóru í endurnýtingarkerfum
  • Samantekt um möguleika íslensks iðnaðar til framleiðslu bætibaktería til notkunar í fiskeldi

Skýrslur:

  • Rannveig Björnsdóttir, Jónína Þ Jóhannsdóttir. Möguleikar á framleiðslu blöndu bætibaktería fyrir fiskeldi á Íslandi - Möguleikar og greinagerð um kostnað. Rf skýrsla #30-06. Nóvember 2006
  • Jónína Þ Jóhannsdóttir, Eyrún Gígja Káradóttir, María Pétursdóttir, Jennifer Coe, Heiðdís Smáradóttir, Rannveig Björnsdóttir. Leit af bætibakteríum. Matís skýrsla 27-08. September 2008
  • Jónína Þ Jóhannsdóttir, Eyrún Gígja Káradóttir, Eydís Elva Þórarinsdóttir, María Pétursdóttir, Heiðdís Smáradóttir, Rannveig Björnsdóttir. Meðhöndlun með bætibakteríum. Matís skýrsla 28-08. September 2008.
  • Matthildur Ingólfsdóttir. Endurnýtingarkerfi með lífhreinsi, áhrif bætibaktería. Lokaverkefni til B.Sc. prófs í líftækni við Viðskipta- og Raunvísindadeild HA. Vor 2008.
  • Hugrún Lísa Heimisdóttir. Bætibakteríur - hin hliðin. Sumarverkefni styrkt af Nýsköpunarsjóði Námsmanna og Rannsóknasjóði Háskólans á Akureyri sumarið 2008
  • (MSc ritgerð Eyrúnar Gígju Káradóttur, áætluð námslok í desember 2008)

Greinar og handrit:

  • Bjornsdottir, R., Johannsdottir, J. Coe, J., Smaradottir, H., Agustsson, T., Sigurgisladottir, S., Gudmundsdottir, B.K. 2008. Survival and quality of halibut larvae (Hippoglossus hippoglossus L.) in intensive farming: possible impact of the intestinal bacterial community. Aquaculture In Press.
  • Óbirt handrit: Bjornsdottir, R., Karadottir, E.G., Johannsdottir, J., Thorarinsdottir, E.E., Smaradottir, H., Sigurgisladottir, S. and Gudmundsdotti, B.K. 2008. Putative probionts isolated from Atlantic halibut (Hippoglossus hippoglossus L.) larvae: effects of treatment on the bacterial community and quality of eggs and larvae. Submitted Aquaculture Oct 2008.

Kynningar:

  • Bjornsdottir et al., Putative Probionts in Atlantic Halibut (Hippoglossus hippoglossus L.) Larviculture. Veggspjald á "International Conference on Fish Diseases and Fish Immunology" 6 - 9 September 2008. Reykjavík, Ísland.
  • Bjornsdottir et al., Putative Probionts in Atlantic Halibut (Hippoglossus hippoglossus L.) Larviculture. Veggspjald á "32 Annual Larval Fish Conference" 4.-7. ágúst 2008 Kiel, Germany.
  • Johannsdottir et al., Bacterial Profiles of Halibut Larvae - Association with Survival and Quality of the Larvae. Veggspjald á "Aquaculture Europe 2007" 24.-27. október 2007 Istanbul, Tyrkland








Þetta vefsvæði byggir á Eplica