Hugbúnaðarlausnir fyrir ferðaiðnaðinn - verkefnislok

10.1.2013

Búngaló býr sig undir Norðurlöndin
Vefsíðan Búngaló gerir venjulegum fjölskyldum kleift að leigja út sumarhús sín með einföldum hætti til bæði innlendra og erlendra ferðamanna. Haustið 2010 hlaut verkefnið styrk frá Tækniþróunarsjóði til að þróa áfram hugbúnaðinn og gera hann samkeppnishæfan við það sem fyrirfinnst erlendis.

Heiti verkefnis: Hugbúnaðarlausnir fyrir ferðaiðnaðinn
Verkefnisstjóri: Haukur Guðjónsson, Búngaló ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2010-2011
Fjárhæð styrks: 5 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 100610176

litid T-logoVERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þróun verkefnisins hefur gengið vonum framar og stuðningur Tækniþróunarsjóður hefur gert það að verkum að nú undirbýr Búngaló útvíkkun þjónustu sinnar yfir til Norðurlandanna.  Í tilfelli Búngaló hefur Ísland verið góður markaður til að þróa vöruna enda eru Íslendingar fljótir að aðlaga sig að nýjum tækninýjungum. Þau tvö ár sem vefsíðan hefur verið í þróun hér á landi hafa yfir 8 þúsund notendur skráð sig og yfir 200 sumarhús eru á skrá út um allt land. Það er von Búngaló að á komandi árum nái fyrirtækið einnig góðri fótfestu á meðal hinna Norðurlandanna og geti nýtt alla þá miklu reynslu sem fyrirtækið hefur fengið hér á landi. 

  • Góðar viðbrögð frá notendum allt frá upphafi
  • 8.500 skráðir notendur
  • Styrkur Tækniþróunarsjóðs gerði Búngaló kleift að verða samkeppnishæft erlendis.
  • Búngaló stefnir nú á útvíkkun til Norðurlandanna.

 

Tengiliður:

Haukur Guðjónsson, Stofnandi/framkvæmdastjóri

S: 770-0710

haukur@bungalo.is

 Afrakstur:

 Afrakstur verkefnisins er öflugt hugbúnaðarkerfi til útleigu sumarhúsa.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica