HAF by Hafsteinn Júlíusson - vistvænir skartgripir - markaðs- og söluaðgerðir
Í byrjun verktímabils var kynningarefni, markaðsefni og annað efni sem styrkti stoðir markaðs- og kynningarstarfs útbúið. Hannaður var bæklingur fyrir vörulínu HAF. Einnig voru þróuð sérstök "mini" gróðurhús sem er einskonar söluumhverfi fyrir vörulínuna. Þessi hús voru einning notuð á vörusýningum erlendis.
HAF sýndi vörulínuna á hönnunarvikunni í Stokkhólmi Design Week Stockholm. Vörulínan vakti mikla athygli þar og var Hafsteinn Júlíusson meðal annars fenginn til að kynna vörulínu og hugmyndafræði HAF á sérstöku Pechacucha kvöldi sem fulltrúi Íslands. Meðfram því að sýna vöruna erlendis var haft samband við þá erlendu aðila sem hafa sýnt vörunni áhuga auk þeirra sem hafa nú þegar verið að kaupa vörur af HAF og hafa þau viðskiptasambönd verið ræktuð með góðum árangri.
Heiti verkefnis: HAF by Hafsteinn Júlíusson - vistvænir skartgripir - markaðs og söluaðgerðir
Verkefnisstjóri: Hafsteinn Júlíusson, Hafsteinn Júlíusson ehf.
Tegund styrks: Brúarstyrkur
Styrkár: 2011
Fjárhæð styrks: 3,75 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 110727-061
VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.
HAF tók auðvitað þátt í HönnunarMars og voru vörur HAF kynntar sérstaklega í Kraumi, Epal og Mýrinni, Kringlunni og eru nú þegar þar í sölu.
HAF ákvað svo að breyta áætlunni örlítið til að hámarka árangur kynningar og ná hnitmiðari markaðssetningu. HAF ákvað að taka þá í skartgripasýningu sem haldin var í tilefni af því að Helsinki er hönnunarborg heimsins 2012. Sýningin fór vel fram og náðust töluverð viðskiptatengsl bæði við verslanir og dreifiaðila. Þar ber helst að nefna Design Forum sem er öflug lífstílsverslun í Helsinki og Finnish Design Shop sem staðsett er í bænum Tuurku en er með meiri áherslu á netsölu í Finnlandi.
Með tilstuðlan brúarstyrks úr Tækniþróunarsjóði hefur HAF náð góðum árangri og lagt grunn að frekari uppbyggingu fyrirtækisins. Nú þegar höfum við lagt grunn að góðu tengslaneti við einstaklinga á sviði sölu og dreifingar á Norðurlöndum og víðar. Við höfum náð að skapa viðskiptatengsl bæði við verslanir dreifiaðila í Svíþjóð, Finnlandi og víðar. Einnig höfum við náð miklum árangri í því að skapa viðskiptatengsl við dreifiiaðila á vefnum sem við höfum kynnst í gegnum þessar vörusýningar sem við tókum þátt í. Þar ber helst að nefna stórar vefverslanir í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Ljóst er að mikil tækifæri eru á markaðnum og er það eitthvað sem HAF mun nýta sér til enn frekari vaxtar í náinni framtíð.
Listi yfir afrakstur verkefnisins
- Kynning á vörusýningum erlendis
- Gerð sölu og markaðsáætlunar.
- Heimasíðan www.hafbyhaf.is
- Netverslunin hafbyhaf.com/store