Íslensk þök - gæði og þróun - verkefnislok í Tækniþróunarsjóði

7.3.2013

Menn hafa byggt sér skýli í einhverri mynd í einhverja tugi árþúsunda, og á norðlægum slóðum hefur húsaskjól verið ein af grunnþörfum manna.  Allan þennan tíma hafa byggingarmenn þurft að finna lausn á því hvernig heppilegast og hagkvæmast væri að ná góðum árangri með þeim efnum sem buðust hverju sinni.  Byggingarhlutar sem afmarka innirými frá ytra umhverfi, s.k. hjúpfletir og þar með talið þak húss, verða fyrir margvíslegri áraun og til þeirra eru gerðar mjög fjölbreyttar kröfur.  Ein helsta krafan sem gerð er til þaks er þó sú að það haldi vatni. 

Heiti verkefnis: Íslensk þök - gæði og þróun
Verkefnisstjóri: Björn Marteinsson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Þátttakendur auk NMÍ: Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar, Ístak, Línuhönnun og BM Vallá hf.

Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2007-2009
Fjárhæð styrks: 9.958 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 071232

litid T-logoVERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þök hafa þó lengi verið erfið viðfangs, og langt í frá öruggt að þau fullnægi þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar eins og lesa má um í Orðskviðum Salómons Davíðssonar  konungs (27:15).  Íslendingar hafa ekki heldur farið varhluta af þakvandamálum, þó ekki hafi allir gert jafn hnittilega grein fyrir þeim og um leið grín að hönnuðum, eins og kemur fram í blaðagrein Vilhjálms Hjálmarssonar menntamálaráðherra "Veður, reynsla og vísindi nútímans" sem birtist í Tímanum 23. Janúar 1977 þar flöt þök og þaklekar eru umfjöllunarefnið.

Á norðlægum slóðum, þar sem iðulega fer saman mikið álag vegna snjósöfnunar, vindálags og úrkomu, þá völdu húsbyggendur snemma, bæði vegna efna sem í boði voru og umhverfis, að byggja upp hallandi þök sem auðveldlega veittu af sér vatni.  Síðastliðna áratugi hafa þó verið vaxandi vandamál einnig með þök sem halla, og á síðustu árum ýmiskonar hollustuvandamál sem sennilega tengjast þökum og þakfrágangi.  

Í rannsóknaverkefninu "Þök á Íslandi- gæði og þróun" er fjallað um þök, reynslu af mismunandi þakgerðum og efnisvali, hvað þarf að hafa í huga og hvað skiptir mestu máli svo þök gegni því hlutverki sem þeim er ætlað.  Sérstök áhersla er lögð á hita- og rakaástand þaka úr timbri, en mikil hætta er á myglu og fúaskemmdum í slíkum þökum ef eitthvað fer úrskeiðis í hönnun eð aframkvæmd.

Afrakstur verkefnisins:

Lokaskýrsla : Íslensk þök- gæði og þróun (150 bls. + 50 ljósmyndir og 10 deilisnið, verður aðgengileg á netinu)

Ritrýndar ráðstefnugreinar;

B. Marteinsson (2012) "Internal moisture load on a ventilated roof", 5th IBPC - International building physics conference, Kyoto, Japan, 27.- 31. May, 2012

B. Marteinsson (2011)' Service life and maintenance needs of corrugated steel roofing in Iceland-case study', Proc. XII International Conference on Durability of Building Materials and Components, Porto, Portugal, 12.-15. April 2011, pp. 547-554

Blaðagrein;

Björn Marteinsson (2010) "Áhrif sólargeislunar á byggingar", … upp í vindinn - blað umhverfis- og byggingarverkfræðinema, 29. árg. 2010, bls. 10- 11 (2 bls)

Námsritgerðir:

Agnar Snædahl (2009) Rakabúskapur byggingarhluta II - Loftræst þök og mælingar, meistararitgerð í verkfræði við Háskólann í  Reykjavík.

Andri Páll Hilmarsson (2007) Loftun þaka og rakaálag,  BSc ritgerð, Háskólinn í Reykjavík









Þetta vefsvæði byggir á Eplica