Flugleit Dohop fyrir viðskiptaferðir - verkefni lokið

30.4.2013

Íslenska ferðaleitarvélin Dohop ehf. hefur lokið verkefninu "Flugleit fyrir viðskiptaferðir" sem unnið var með styrk frá Tækniþróunarsjóði. Verkefnið stóð yfir í tvö ár og heildarstyrkur Tækniþróunarsjóðs nemur 12,8 milljónum króna. Markmiðið með verkefninu var að búa til hugbúnað til þess að hjálpa fyrirtækjum að skipuleggja, bóka og halda utan um ferðalög á einum stað. Verkefnið hófst með því að Dohop vildi finna leið til þess að koma til móts við fyrirtæki sem nota vefinn Dohop.is mikið til þess að skipuleggja ferðir en í minna mæli til þess að bóka.

Heiti verkefnis: Flugleit fyrir viðskiptaferðir
Verkefnisstjóri: Kristján Guðni Bjarnason, Dohop ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2010-2011
Fjárhæð styrks: 12,8 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 101216

litid T-logoVERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Verkefnið fór af stað í samstarfi við CCP og Marel, en töluvert er um ferðalög hjá báðum þessum fyrirtækjum. Styrktartímabili Tækniþróunarsjóðs er nú lokið en verkefnið er enn að slíta barnsskónum. Á þróunartímanum breyttist verkefnið frá því að vera sérstakur veflægur hugbúnaður, aðskilinn frá Dohop vefnum, yfir í að verða á endanum órjúfanlegur hluti af vefnum sem bæði einstaklingar og fyrirtæki koma til með að geta nýtt sér.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica