Tímon til Noregs - verkefnislok

5.7.2013

Markaðssetning erlendis á Tímon.
Hafin hefur verið netmarkaðssetning á Tímon tímaskráningar- og viðverukerfi í Noregi.

Tímon er heildarlausn í mannauðsmálum og hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum og hægt er að bæta við virkni eftir þörfum hvers fyrirtækis. Tímon býður upp á fjölhæft tíma-, verk- og viðveruskráningarkerfi. Með því er einfalt að ná fram yfirsýn yfir tíma, nýtingu og launakostnað.


Heiti verkefnis: Tímon til Noregs
Verkefnisstjóri: Þórunn K. Sigfúsdóttir, Trackwell hf.
Tegund styrks: Brúarstyrkur
Styrkár: 2012
Fjárhæð styrks: 4,5 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís:  120908-0611

litid T-logoVERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Tímon hefur verið í útbreiddri notkun hjá íslenskum fyrirtækjum í yfir áratug. Ákveðið var að skoða möguleika á markaðssetningu kerfisins á erlendum mörkuðum og varð Noregur fyrir valinu.  Unnið hefur verið markvisst að aðlögun kerfisins fyrir erlenda markaði ásamt uppbyggingu sölu- og þjónustunets.

Trackwell tók þátt í verkefni með Íslandsstofu Útflutningsauki og hagvöxtur og hlaut verðlaun á ársfundi fyrir þá markaðsáætlun sem þótti bera af, markaðssetningu á Tímon í Noregi.

Tímon er þegar í notkun utan Íslands í Noregi, Færeyjum og í Kanada.  Markaðsetning Tímon erlendis hefur m.a. verið studd af Tækniþróunarsjóði.

Listi yfir afrakstur verkefnisins: 

  • Markaðsgreining og aðgerðaráætlun: Exploring the Norwegian Market
  • Markaðsgreining HÍ í Alþjóðamarkaðssetningu: Trackwell & Tímon: Exploring the Newfoundland and Labrador Market.
  • Samningur við ÞG verk um sölu Tímon í Færeyjum
  • Uppbygging sölu-, þjónustu og netmarkaðsetningar fyrir erlenda markaði.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica