HAF - Vörulína nr 2. "Slow Design lífstílsvörur"

21.11.2013

Í byrjun verktímabilsins var kynningarefni, markaðsefni og annað efni sem styrkti stoðir markaðs- og kynningarstarfs útbúið. Hannaður var bæklingur fyrir vörulínu nr 2 ,,Slow Design lífstílsvörur”.

Heiti verkefnis: HAF by Hafsteinn Júlíusson - Vörulína nr 2. ,,Slow Design lífstílsvörur"
Verkefnisstjóri: Hafsteinn Júlíusson, Hafsteinn Júlíusson ehf.
Tegund styrks: Brúarstyrkur (Markaðsstyrkur)
Styrkár: 2012
Fjárhæð styrks: 1,549 millj. kr. 
Tilvísunarnúmer Rannís: 121546-0611

litid T-logoVERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNASJÓÐI.

HAF sýndi vörulínuna  á  Hönnunarvikunni í Milano nánar tiltekið á sýningu Fuori Salone. Vörulínan vakti mikla athygli þar og voru mikilvæg tengsl við endursöluaðila mynduð. Meðfram því að sýna vöruna erlendis var haldið sambandi við þá erlendu aðila sem hafa sýnt vörunni áhuga auk þeirra sem hafa verið að versla vörur af HAF og hafa þau viðskiptasambönd verið ræktuð með góðum árangri.

HAF tók auðvitað þátt í HönnunarMars og voru vörur HAF kynntar sérstaklega í Epal og MAR hafnarbúðum.

HAF ákvað svo að breyta áætlunni örlítið til að hámarka árangur kynningar og ná hnitmiðaðri markaðssetningu. HAF ákvað að fara í markvissa söluferð til Amsterdam í Hollandi og hittu aðilar fyrirtækisins þar fyrir áhugasama endursöluaðila.

Með tilstuðlan brúarstyrks hefur HAF náð góðum árangri og lagt grunn að frekari uppbyggingu fyrirtækisins. Nú þegar höfum við komið á fót grunn I að góðu tengslaneti við einstaklinga á sviði sölu og dreifingar í Norður- og Suður-Evrópu. Ljóst er að mikil tækifæri eru á markaðnum og er það eitthvað sem HAF mun nýta sér til enn frekari vaxtar í náinni framtíð.

Afrakstur verkefnisins:

  1. Kynning á vörusýningum erlendis
  2. Gerð sölu og markaðsáætlunar.
  3. Uppfærslur á heimasíðunni www.hafstudio.is
  4. Uppfærslur á netverslunni www.hafstudio.is/store 








Þetta vefsvæði byggir á Eplica