Ný gerð fjöðrunargaffla fyrir reiðhjól - verkefnislok

17.2.2014

Lauf Forks hefur alþjóðlega sölu á nýstárlegum demparagaffli.

- Stefna á milljarð króna í ársveltu innann fárra ára.

 Sprotafyrirtækið Lauf Forks, sem hannar og framleiðir nýstárlegan demparagaffal fyrir fjallahjól er á mikilli siglingu þessa dagana.  Leiðandi fjallahjólafyrirtæki hafa sýnt því mikinn áhuga að bjóða demparagaffalinn frá Lauf á sínum hjólum sem fyrst, og segjast sjá gríðarleg tækifæri í vörunni, sem er algerlega ný nálgun á fjöðrun fyrir fjallahjól. Lauf Forks hefur notið fjárhagslegs stuðnings frá Tækniþróunarsjóði við vöruþróun og fyrstu skref markaðssetningar og er óhætt að segja að sú fjárfesting sé að borga sig.

Heiti verkefnis: Ný gerð fjöðrunargaffla fyrir reiðhjól
Verkefnisstjóri: Benedikt Skúlason, Lauf Forks ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2013
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 131687-061

litid T-logoVERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

 

 

Lauf -demparagafflar

Lauf stefnir á að selja demparagaffla til leiðandi fjallahjólafyrirtækja um allan heim.

Keppnisfólk og keppnislið í fjallahjólreiðum víða um heim hafa sett sig í samband við fyrirtækið og vilja sem fyrst fá Lauf-gaffal undir keppnishjól sín.  Stærsta fjallahjólatímarit Evrópu birti nýlega fjögurra blaðsíðna lofsamlegan dóm um Lauf-gaffalinn eftir að hafa haft hann í ítarlegum prófunum. Niðurstaðan var sú að gaffallinn væri raunhæfur valkostur, einföld snilldarhönnun sem ætti fullt erindi á markaðinn. Dreifingarsamningar liggja fyrir á nokkrum mjög stórum markaðssvæðum, t.d. í Noregi, þar sem stærsta fjallahjólreiðakeppni heims fer fram ár hvert, í Brasilíu, Suður-Kóreu og Benelux-löndunum. Um er að ræða dreifingaraðila sem sérhæfa sig í markaðssetningu, sölu og dreifingu á hágæða-fjallahjólum og skyldum varningi til verslana á sínu markaðssvæði. Að sögn Rúnars Ómarssonar, sem sér um markaðs- og sölumál Lauf Forks, er um grundvallarbreytingu á starfsemi félagsins að ræða. “Við erum að fara úr vöruþróunarfasa yfir í að vera fyrirtæki með alþjóðlega söluvöru og alþjóðlegt tekjustreymi. Þetta gerum við ýmist í gegnum sérhæfða samstarfsaðila, dreifingaraðila og verslanir, eða með beinni sölu til endanlegs notanda vörunnar í gegnum internetið. Nú munu þessir dreifingaraðilar hefja markaðs- og söluaðgerðir hver á sínu markaðssvæði, sem styður gríðarlega við markaðssókn fyrirtækisins, sem er að fara mjög hratt af stað og í raun samtímis um heiminn allan.”

Jafnhliða undirritun dreifingarsamninga hefur Lauf Forks nú hafið sölu á vörum sínum beint í gegnum vef félagsins www.laufforks.com Talsverður biðlisti hafði myndast frá áhugasömu fjallahjólafólki víða um heiminn, sem nú þegar er farið að panta sér demparagaffal beint frá fyrirtækinu, sem staðsett er í Ingólfsstræti í miðbæ Reykjavíkur. Að sögn Benedikts Skúlasonar, annars stofnanda fyrirtækisins, hefur jafnframt mikið áunnist í framleiðslumálum Lauf undanfarið. “Við finnum að okkar helsti birgi, mjög stór framleiðandi á koltrefjareiðhjólum og fylgihlutum sem staðsettur er í Taiwan og Kína, tekur verkefnið mjög alvarlega.  Að sama skapi hefur okkur tekist að bæta enn frekar stöðu framleiðslunnar með samstarfi við sérhæfð fyrirtæki á sviði glertrefja sem við notum í framleiðslunni. Fyrirtæki eru farin að sækja í samstarf við okkur og sú mikla athygli sem við höfum verið að fá í heimspressu reiðhjólanna og á vörusýningu í sumar er að nýtast okkur í báða enda, sölumegin og framleiðslumegin.”

Nýlega náðist samkomulag við Andrew Herrick, fyrrverandi forstjóra stærsta reiðhjólafyrirtækis heims, um aðkomu að Lauf Forks. Hann var m.a. að miklu leyti ábyrgur fyrir uppgangi eins helsta vörumerkis fjallahjólreiðanna undanfarin ár,  Crank Brothers.

Lauf forks ehf. var stofnað í Reykjavík í ágúst 2011.  Félagið ætlar sér stóra hluti á næstu árum enda hjólreiðar mjög vaxandi bæði sem afþreying og samgöngumáti í flestum löndum heims.  Í Bandaríkjunum einum eru seld um 20 milljón hjól árlega. Áætlanir Lauf forks gera ráð fyrir að félagið nái milljarði króna í ársveltu innan fárra ára. 

Afrakstur 1: Ný og stórglæsileg heimasíða fyrirtækisins fór í loftið í júlí 2013.

Afrakstur 2: Gerð voru “professional” sölutól t.d. bæklingar og myndir til notkunar á Eurobike hjólasýningunni í Þýskalandi í ágúst 2013. Sölutól þessi eru nú nýtt af dreifingaraðilum Lauf Forks.

Afrakstur 3: Gerð voru einföld kynningarmyndbönd fyrir gaffalinn til þess að sýna fram á virkni hans. Dýrari „pródúseruð“ myndbönd verða gerð síðar.

Afrakstur 4: Farið var í gríðarlega vel heppnaða kynningarferð á Eurobike í Þýskalandi í ágúst 2013. Lauf var að margra óháðra aðila (blaðamanna sem og ýmissa fagaðila) mati senuþjófur sýningarinnar. Í kjölfar sýningar hafa ýmsir kontaktar þaðan verið nýttir til hins ýtrasta.

Sjá t.d (sem dæmi um þær fjölmörgu umfjallanir sem Lauf fékk á sýningunni):http://www.bikerumor.com/2013/09/05/eb13-lauf-leaf-spring-suspension-fork-actual-weights-first-impressions/

Og http://www.pinkbike.com/news/Eurobike-2013-Revolutionary-Suspension-Fork-Has-One-Moving-Part.html

Afrakstur 5: Dreifingaraðilar hafa tekið til starfa í Noregi, S-Kóreu, Brasilíu og Benelux. Frá S-Afríku, Ástralíu, Japan, Sviss ogAusturríki hafa borist áhugaverðar fyrirspurnir frá dreifingaraðilum sem verið er að vinna úr.

Afrakstur 6: Canyon Cycles (leiðandi high-end hjólaframleiðandi í Þýskalandi,www.canyon.com) hafa boðað Lauf á fund þann 20. febrúar varðandi notkun Lauf-gaffalsins á hjól sín sem staðalbúnað.

Afrakstur 7: Netverslun hefur verið sett upp á heimasíðu Lauf Forks. Seldir hafa verið um 30 gafflar beint til kúnna. Afhendingar hefjast í maí 2014.

Afrakstur 8: Gríðarlega jákvæðir dómar um Lauf TR29 gaffalinn hafa birst í ýmsum erlendum hjólatímaritum. Þar má t.d. nefna:

http://www.twentynineinches-de.com/2013/10/21/lauf-trail-racer-29-gabel-kurztest/

http://dayoffblog.com/2014/02/07/horquilla-lauf-trail-racer-tr29/

http://www.velochannel.com/first-look-lauf-tr29-2894

http://www.pedal.com.br/forum/lauf-trail-racer-fork-29-review_topic73432.html

Þetta vefsvæði byggir á Eplica