Þróun aukaafurða til verðmætasköpunar

Verkefnislok

19.6.2014

Codland er fullvinnslufyrirtæki sem hyggst nýta aukaafurðir sjávarfangs til að skapa verðmætar vörur.

Codland er fullvinnslufyrirtæki sem hyggst nýta aukaafurðir sjávarfangs til að skapa verðmætar vörur. Þannig á að margfalda verðmæti aflans um leið og minna hráefni fer til spillis. Codland einbeitir sér fyrst og fremst að vöruþróun úr aukaafurðum þorsks þó ekki sé loku fyrir það skotið að síðar meir verði afurðir þróaðar úr aukaafurðum annarra tegunda. Í fyrstu er áherslan sett á hrálýsis- og mjölvinnslu úr slógi ásamt rannsóknum á notkun þorskensíma til niðurbrots á slóginu í hrálýsis- og mjölframleiðslunni og til að fjarlægja himnur af þorsklifur og þorskhrognum fyrir niðursuðu. Þá er einnig hafin vinna við nýtingu beinakalks úr beinum sem sitja eftir þegar slógið hefur verið brotið niður. 

Heiti verkefnis: Þróun aukaafurða til verðmætasköpunar
Verkefnisstjóri: Erla Ósk Pétursdóttir, Codland ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2012
Fjárhæð styrks: 5 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 121537-0611
 

 

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Ávinningurinn af verkefninu er sköpun verðmæta úr afurðum sem áður var fargað með töluverðum kostnaði.  Þróuð hefur verið ný vinnsluaðferð sem þarfnast ekki hausa og beina sem eru nú þegar í góðum sölufarvegi. 

Niðurstöður verkefnisins verða nýttar til framleiðslu á hrálýsi og fiskimjöli, ásamt beinakalki.  Fyrirtækið Ocean Excellence mun markaðssetja vinnslulausnina, en að fyrirtækinu standa verkfræðistofan Mannvit, tæknifyrirtækið Samey, Haustak, Codland og Íslenski sjávarklasinn. 

Afrakstur verkefnisins, sem og skýrslur, greinar og handrit:

Viðauki 1.        Skýrslu til TÞS, Samantekt skv. verksamningi um verkþátt 5
Viðauki 2.        Úttekt á vinnsluferlinu
Viðauki 3.        Samantekt á ensímverkefnum
Viðauki 4.        Skýrsla um fiskimjöl og fiskilýsi
Viðauki 5.        Vinnsluferillinn við slógnýtingu (desember 2013)

Þetta vefsvæði byggir á Eplica