"Gjáin brúuð" - Grunnur treystur fyrir sjálfbæran rekstur

Verkefni lokið

27.6.2014

Meginmarkmið verkefnisins var að brúa þá gjá sem til staðar er hvað varðar yfirfærslu þekkingar- og/eða tæknilausna Kine í hagnýt not innan heilbrigðisgeirans víða um heim. 

Þessu markmiði sem slíku verður seint að fullu náð og því voru sett fram undirmarkmið í verkefninu sem voru til skamms tíma en ætlunin var að skiluðu fyrirtækinu áleiðis.

Í samráði við Tækniþróunarsjóð var áhersla færð frá sýningaþátttöku á vegum fyrirtækisins yfir á stuðningsvefi sem þá var hafin vinnsla á. Er óhætt að segja að vel hafi tekist til og almenn ánægja ríki með þau vefsvæði sem þannig urðu til.                            

Heiti verkefnis: "Gjáin brúuð" - Grunnur treystur fyrir sjálfbæran rekstur
Verkefnisstjóri: Jón Gunnar Borgþórsson, Kine ehf.
Styrktegund: Markaðsstyrkur
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Styrkár: 2013
Tilvísunarnúmer Rannís: 131873-0611 

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Hvað áhrærir önnur þau markmið sem fram voru sett og unnið skyldi að er óhætt að segja að þau hafi gengið eftir að mestu leyti. Markmiðum um þátttöku á Medica-sýningunni, fjölgun vonlegra söluaðila, mögulegra kaupenda, styrkingu viðskiptasambanda, þekkingaröflun, endurgjöf varðandi nýjungar, markaðsupplýsingakerfi, bæklinga o.s.frv. náðust ýmist að fullu eða eru langt komin. 

Nokkrar áherslubreytingar urðu er varðar erlendar vottanir og handbókagerð, þar sem styttra er í að nýjar vörur fyrirtækisins verði markaðssettar en áður var talið. Þar sem erlendar vottanir eru bæði tímafrekar og dýrar, var ákveðið að hinkra aðeins áður en ráðist verður í frekari vinnu á því sviði sem og varðandi handbókagerð og þýðingar. Eftir sem áður verður haldið áfram að leita tilboða og skoða þá þjónustuaðila sem taka slíka vinnu að sér. 

Óhætt er að segja að stuðningur Tækniþróunarsjóðs hafi skipt sköpum í að skila Kine ehf. lengra á veg markaðssetningar, kynningar og í átt til sjálfbærs rekstrar.” 

Listi yfir afrakstur:

1.      Bæklingar yfir helstu lausnir sem eru í boði hjá Kine ehf.

2.      Uppsett markaðsupplýsingakerfi/-sóknarkerfi – þ.a.m. tvö ný vefsvæði til stuðnings notendum og dreifingaraðilum

3.      Fjölgun dreifingaraðila um 6 ásamt 5 mögulegum til viðbótar

4.      Sala 6 kerfa/lausna lokið og 4 til viðbótar í farvatninu sem beint má rekja sem afrakstur verkefnisins

5.      Aukin ánægja meðal dreifingaraðila og notenda varðandi aukinn stuðning við markaðssetningu og notkun









Þetta vefsvæði byggir á Eplica