Mæling á stífni smáæða í augnbotni
Mæla á stífleika smáæða í augnbotni (distensability) með tölvustýrðri stafrænni ljósmyndun og hálfsjálfvirkri eða alsjálfvirkri úrvinnslu.
Búnaðurinn verður viðbót við núverandi búnað til augnbotnamyndatöku. Talið er að með þessu mót sé hagkvæmt að fá verðmætar upplýsingar um ástand smáæðakerfis líkamans (micro vasculature). Að auki munu gæði hefðbundinna augnbotnamynda aukast þar sem hægt yrði að ráða hvar á þrýstisveiflu blóðrásarinnar augnbotnamyndin er tekin. Til að meta greingarhæfni aðferðarinnar og búnaðarins verður sett uppp rannsókn með 2x100 einstaklingum sem valdir verða út frá hvítvefsbreytingum í heila og þöglu hjartadrepi.sem greinist í seglulómrannsóknum.
Verkefnisstjóri er Smári Kristinsson, netf.:smari@raforninn.is
Umsjónarmaður Rannís er Oddur Már Gunnarsson, netf.: omg@rannis.is.