Tækniþróunarsjóður býður 18 verkefnum stuðning

1.11.2005

Tækniþróunarsjóður býður 18 verkefnum stuðning, samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins 31. október.
Alls bárust 47 umsóknir um stuðning í haust og sótt var um 309 milljónir króna.

Heildarstuðningur til verkefnanna 18 getur numið allt að 111 milljónum króna. Verkefnin geta verið til allt að þriggja ára.

Rúmur helmingur verkefnanna sem fá stuðning koma frá fyrirtækjum, 27 prósent frá rannsóknastofnunum og 17 prósent frá háskólum.

Sjá nánar á síðu um úthlutanir sjóða í umsjá Rannís.

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica