Umhverfisvæn steinsteypa

17.11.2005

Við framleiðslu eins tonns af sementi myndast tæpt tonn af gróðurhúsaloftegundum (mest CO2).

Hér er markmiðið að þróa steinsteypu sem inniheldur mun minna sement (allt að þriðjungi) en notað er í iðnaðinum í dag án taps í gæðum og minnka þar með losun á óæskilegum gróðurhúsaloftegundum. Annað sem vinnst er t.d. lægri hráefniskostnaður, minni rýrnun og þar með minni hætta á sprungumyndun (þar sem efjan í steypunni verður mun minni). Sú nálgun sem verður notuð er ný, byggð á flotfræði (e. rheology) og kemur aðallega frá tækninni í hönnun sjálfútleggjandi steinsteypu og notkun íblöndunarefna svo sem þykkingarefna (stabilizers, viscosity modifying agent). Aðrar þekktar aðferðir hafa verið notaðar, svo sem íblöndun flugösku og gjalls en án fullnægjandi árangurs m.t.t. hagræðingar og gæða.

Megin markmið verkefnisins eru því að:
- minnka sementsinnihald steinsteypu um allt að þriðjung
- minnka losun gróðurhúsloftegunda
- minnka efniskostnað steinsteypu án þess að minnka gæði
- minnka rýrnun og þar með hættu á sprungumyndun í steyptum mannvirkjum

Aukaafurð: Minna þjálnistap í steypu og þar með færri gallar er myndast við niðurlögn steypu. Þróun og skilgreining á "semi-self compacting concrete" og "Easy-compacting concrete" (vantar íslensk heiti).

Verkefnisstjóri er Ólafur Wallevik, netf.: Wallevik.o@ibri.is
Umsjónarmaður Rannís er Snæbjörn Kristjánsson, netf.: skr@rannis.is









Þetta vefsvæði byggir á Eplica