Hágæða kalsíum karbónat úr kúskel

18.11.2005

Þátttakendur hafa stundað rannsóknir og þróun  á hágæða kalsíum karbónat-vinnslu úr kúskel undanfarin ár með mjög góðum árangri.

Markmið verkefnisins er að gera viðskiptaáætlun fyrir hágæða kalsíum karbónat-framleiðslu úr kúskel sem byggir á aðferð sem umsækjendur hafa þróað. Umsækjendum tókst að þróa aðferð til að vinna kalsíum karbónat úr kúskel sem stenst kröfur lyfjastaðals Evrópu og BNA. Leit í gagnabönkum og heimildum  benda til einkaleyfishæfi aðferðarinnar.  Þekking umsækjenda verður nýtt  til að meta helstu framleiðsluforsendur við gerð viðskiptaáætlunar.  Jafnframt á að þróa aðferðina til að lágmarka notkun á vinnsluefnum. Útbúin verða sýnishorn og upplýsingablað sem notuð verða við kynningar. Framleiðsla gæti hafist innan 2 til 3 ára. Um 12.000 tonn af kúskel falla til á Þórshöfn.  Framleiðsla á kalsíum karbónati úr ostruskel er þekkt en það stenst ekki lyfjastaðla Evrópu og BNA og er því frábrugðin aðferð umsækjenda. Vinnsla úr námum er  frábrugðin, því fella þarf efnið út á efnafræðilegan hátt (persipitated calcium carbonate) og er aðferðin kostnaðarsöm. Kúskelin kemur úr mengunarfríu umhverfi og er náttúrleg afurð sem reynst getur mikilvægt við markaðssetningu.

Þátttakendur hafa stundað rannsóknir og þróun  á hágæða kalsíum karbónat-vinnslu úr kúskel undanfarin ár með mjög góðum árangri.

Verkefnissjtóri er Siggeir Stefánsson, netf.: siggeir@hth.is

Umsjónarmaður Rannís er Oddur Már Gunnarsson, omg@rannis.is









Þetta vefsvæði byggir á Eplica