SPECtator - lausn fyrir eftirlitsaðila hafna sem aðstoðar við eftirlit með mengun á sjó - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra.

2.5.2017

Varan sem þróuð var í verkefninu styður við eftirlit innan lögverndaðra svæða með losun skaðlegra efna frá skipum.

SPEC (Ship Port Emission Control) verkefnið hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði haustið 2013. Varan sem var þróuð styður við eftirlit innan lögverndaðra svæða með losun skaðlegra efna frá skipum. Tæknin gerir útgerðum kleift að skrá losun með rafrænum hætti á siglingarleið og notar til þess fyrirliggjandi gagnagrunna. Enn fremur skilar SPEC vottuðum skýrslum um heildarlosun til hafnaryfirvalda, útgerða og eigenda. Hafnaryfirvöld geta nýtt upplýsingarnar til að meta heildar útblástur flota sem liggur við höfn og í umhverfislögsögu landsins. Þörfin og markaðurinn fyrir SPEC er augljós þar sem sífellt fleiri reglugerðir sem miða að samdrætti í losun frá skipum hafa verið samþykktar en innleiðing þeirra þarf að vera skilvirk. Verkefnið gengur út á þróun nýrrar tækni, uppbyggingu nauðsynlegra gagnagrunna, rannsóknir á reglugerðum, stefnumálum og lagaramma.

Heiti verkefnis: SPECtator - lausn fyrir eftirlitsaðila hafna sem aðstoðar við eftirlit með mengun á sjó
Verkefnisstjóri: Jón Ágúst Þorsteinsson, ARK Technology ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2013-2015
Fjárhæð styrks: 37,5 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 132093061

  VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.
SPEC verkefnið er nú orðin að öflugri hugbúnaðarlausn sem er markaðssett og seld undir nafninu ARK. Fyrirtækið ARK Techology ehf. er nú að fullu í eigu Klappir Grænar Lausnir hf. ásamt Datadrive ehf. Með þessu trausta eignarhaldi Klappa varð til sterk samstæða með um 20 stöðugildum, reyndu og vel menntuðu starfsfólki og sterkum hluthafahópi. Félagið stefnir á erlenda markaði með vörurnar í lok árs 2017 en fyrir þann tíma verður samstæðan skráð á First North markaði Kauphallarinnar.

Samstæðan selur hugbúnaðarlausnir í umhverfismálum til margra af stærstu fyrirtækja á Íslandi, en þar er góður grunnur að sókn inn á erlenda markaði. ARK Technology fékk markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði en á þeim grundvelli var unnin sýn á markaðsmálin á Íslandi og sókn inn á erlenda markaði.

Afrakstur:

  1. Búið er að þróa hugbúnað sem er einstakur á alþjóðavísu og hefur aðgang að fjölþjóðlegum mökuðum um allan heim. Lögð verður áhersla á útflutning á árinu 2018.
  2. Stofnað hefur verið öflugt nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi sem skapar 20 störf á Íslandi og er nú í mjög hröðum vexti. Fyrirtækið er öflugt þar sem það byggir á vel menntuðu og reynslumiklu starfsfólki, er vel fjármagnað og hefur góðan aðgang að markaði. Félagið kemur til með að verða skráð á First North markað Kauphallarinnar í Q3 2017.
  3. Settur hefur verið af stað einstakur vettvangur til samræðna á Íslandi um umhverfismál hafsins og þær tæknilausnir sem standa til boða og/eða þarf að þróa til að draga úr vistspori veiða og siglinga.

Í framhaldi verða birtar eftirfarandi greinar:

  • PhD-ritgerð ásamt greinum
  • MSc-ritgerð
  • Skýrsla um aðgerðir sem íslenska ríkið, fyrirtæki, stofnanir og bæjarfélög þurfa að grípa til til að Ísland geti náð markmiðum um 40% samdrátt í losun.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica