Styrkúthlutun Tækniþróunarsjóðs haust 2016
StjórnTækniþróunarsjóðs ákvað á fundi sínum í dag að bjóða verkefnisstjórum 25 verkefna að ganga til samninga. Að þessu sinni er verið að bjóða allt að 450 milljónir króna sem fara til nýrra verkefna; níu verkefni í Sprota , fjórtán í Vöxt og tveir í Markaðsstyrki .
Úthlutun Tækniþróunarsjóðs 19. desember 2016
Á fundi sínum 19. desember 2016 ákvað stjórn Tækniþróunarsjóðs að bjóða verkefnisstjórum eftirtalinna verkefna að ganga til samninga. Haft verður samband við verkefnisstjóra þessara verkefna og þeir boðaðir til samningarfundar. *
Sproti
Heiti verkefnis | Umsækjandi | Heiti verkefnisstjóra |
Blásúra | Óstofnað fyrirtæki | Sigríður Guðrún Suman |
e1 - Markaðstorg hleðslustöðva fyrir rafbíla | Natus ehf. | Axel Rúnar Eyþórsson |
Ferðafélagi fyrir hreyfihamlaða | TravAble ehf. | Ósk Sigurðardóttir |
Hönnun í framleiðslu - Gulrófa | Grallaragerðin ehf. | Búi Bjarmar Aðalsteinsson |
Nýjar blóðflögulausnir til frumurækta | Platome Líftækni ehf. | Sandra Mjöll Jónsdóttir |
Snákróbotar | Óstofnað fyrirtæki | Guðmundur Viktorsson |
Travelade.com - Töggunarvél ferðaupplýsinga | Travelade ehf. | Andri Heiðar Kristinsson |
Þjálfum hugann með skák - skákapp | Óstofnað fyrirtæki | Héðinn Steinn Steingrímsson |
Þróun vefjaræktar á Eutrema japonicum | Wasabi Iceland ehf. | Johan Sindri Hansen |
Vöxtur
Heiti verkefnis | Umsækjandi | Heiti verkefnisstjóra |
Bestun á framleiðni EPA ríkrar þörungaolíu | Omega Algae ehf. | Dr. Hjálmar Skarphéðinsson |
Fjöðrunartækni Lauf þróuð inn á stærri markaði | Lauf Forks hf. | Benedikt Skúlason |
FLOW VR | Flow ehf. | Leifur Björnsson |
Greining notendahegðunar fyrir sýndarveruleika | Aldin Dynamics ehf. | Hrafn Þorri Þórisson |
Hraðkæling fyrir hraðfiskibáta | Frostmark ehf. | Ragnar Jóhannsson |
IceWind vindtúrbínur fyrir fjarskiptamöstur | IceWind ehf. | Sæþór Ásgeirsson |
IM Innsýn | Mentor ehf. | Vilborg Einarsdóttir |
MapExplorer | Gagarín ehf. | Ásta Olga Magnúsdóttir |
Ný flutningaker fyrir fersk matvæli | Sæplast Iceland ehf. | Björn Margeirsson |
Oculis - dexamethasone nanóagna augndropar | Oculis ehf. | Páll Ragnar Jóhannesson |
Sjálfvirkni við gæðamat og snyrtingu á fiskflökum | Valka ehf. | Helgi Hjálmarsson |
SnapStudy | Matador Media ehf | Valgerður Halldórsdóttir |
Þróun á asco | Asco Harvester ehf. | Anna Ólöf Kristjánsdóttir |
Þróun og framleiðsla á vörulínu fyrir þýskaland | geoSilica Iceland ehf. | Fida Muhammed Abu Libdeh |
Markaðsstyrkir
Heiti verkefnis | Umsækjandi | Heiti verkefnisstjóra |
Handpoint: Kemur til Ameríku | Handpoint ehf. | Þórður Heiðar Þórarinsson |
TARAMAR vörur á Bandaríkjamarkað | TARAMAR ehf. | Guðrún Marteinsdóttir |
* Birt með fyrirvara um hugsanlegar villur.