Tækniþróunarsjóður: apríl 2018

17.4.2018 : Milliliðalaust B2B markaðstorg fyrir vörur ætlaðar ferðamönnum - verkefni lokið

Markaðstorg Bókunar hefur verið í þróun síðastliðin ár og er nú í mikilli notkun hjá fyrirtækjum á öllum sviðum ferðaþjónustunnar og er notað af yfir 1200 ferðaþjónustuaðilum í yfir 35 löndum.

Lesa meira

16.4.2018 : Snertilaus myndstýring fyrir skurðlækna - verkefni lokið

Markmið Levo er að skurðlæknar geti sjálfir stjórnað myndefni á skurðstofum með hugbúnaði sem tengdur er armbandi á framhandlegg skurðlæknis. Bein stjórn á læknisfræðilegum myndum með hugbúnaði Levo bætir upplýsingaflæði til lækna og minnkar undirbúningstíma.

Lesa meira

13.4.2018 : Klínísk rannsókn á virkni Penzyme gegn langvinnri nefholsbólgu - verkefni lokið

Í verkefninu var hafist handa við að þróa nefúða sem væri nothæfur við langvinnri nefskútabólgu. Þróun nefúðans byggði á þorskatrypsíni sem Zymetech hefur rannsakað gegnum tíðina en þorskatrypsín hefur sýnt góða virkni gegn örveruþekjum í fyrri verkefnum.

Lesa meira

12.4.2018 : dent & buckle - verkefni lokið

dent & buckle er samskipta- og skráningarkerfi fyrir flugfélög og viðhaldsaðila flugvéla sem þurfa að halda utan um, greina og miðla áfram upplýsingum um skemmdir og viðgerðir á flugvélum. Kerfið er fáanlegt fyrir snjallsíma og spjaldtölvur og er aðgengilegt úr helstu vöfrum.

Lesa meira

9.4.2018 : WAGES - verkefni lokið

Fyrirtækið eTactica þróar og markaðssetur hugbúnað og vélbúnað til rafmagnseftirlits. Er um að ræða öfluga lausn sem tekur bæði á rauntíma orkunotkun og rauntíma vöktun á vélbúnaði sem tryggir uppitíma, varar við bilunum og jafnvel fyrirbyggir tjón af völdum bilana.

Lesa meira

5.4.2018 : Skýlausn fyrir fasteignastjórnun - verkefni lokið

Meginhugmyndin með verkefninu var ná til smærri fasteignaaðila með einfalda og myndræna lausn í skýinu. MainManager-varan þjónar nú fjölda stærri fasteignaeigenda á Íslandi, Englandi, Noregi og Danmörku.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica