Tækniþróunarsjóður: september 2018

26.9.2018 : Feel Iceland in&out vörutvenna í Danmörku - verkefni lokið

Feel Iceland-vörurnar eru hágæða fæðubótaefni sem unnin eru úr íslensku fiskroði sem áður var hent. Vörurnar sem hafa notið vinsælda hér á landi eru nú fáanlegar í nýrri deild sem kallast Beauty from within í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn. 

Lesa meira

13.9.2018 : Þróun vinnuumhverfis fyrir sýndarveruleika - verkefni lokið

Breakroom er fyrsta vara sýndarveruleikafyrirtækisins MURE ehf.

Notandinn velur sér sýndarumhverfi, hvort sem það er strönd, fjalllendi eða grænir hagar, opnar síðan þau forrit sem hann notar í vinnunni, hvort sem það er Excel, Chrome eða PowerPoint. 

Lesa meira

11.9.2018 : Þróun á frumgerð snjallspegils - verkefni lokið

Vonir standa til að snjallspegillinn muni nýtast við gagnaöflun í rannsóknum á unglingabólum og mögulegum tengslum þeirra við mataræði, svefnvenjur og hreyfingu notenda.

Lesa meira

6.9.2018 : Fjölhæf samvöfrun yfir jafningjanet - verkefni lokið

Vara Crankwheel ehf. er sérhæfð skjádeililausn fyrir söluteymi, sem hefur þá sérstöðu að virka í yfir 99,9% tilfella fyrir hvaða áhorfanda sem er án þess að hann þurfi að sækja eða setja upp neinn hugbúnað, og að virka á nánast öllum gerðum netkerfa, þar sem aðrar fjarfundarvörur virka ekki.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica