Tækniþróunarsjóður: nóvember 2017

30.11.2017 : Rafræn einstaklingsmiðuð næringarráðgjöf til barnshafandi kvenna - verkefnislok

Niðurstöðurnar benda til þess að hægt sé að nota www.nmb.is - Næring móður og barns til að skima fyrir fæðuvali sem tengist aukinni hættu á kvillum á meðgöngu. Ennfremur benda niðurstöður til þess að einföld rafræn endurgjöf um hollustu fæðunnar gæti skilað sér í bættu fæðuvali barnshafandi kvenna. Lesa meira

24.11.2017 : Metanól til orkugeymslu - verkefni lokið

Í verksmiðju Carbon Recycling International í Svartsengi er koltvísýringur frá jarðvarmavirkjun HS Orku nýttur til framleiðslu á grænu metanóli sem svo er selt sem íblöndunarefni í eldsneyti eða hráefni til efnaiðnaðar.

Lesa meira

16.11.2017 : Lífvirk efni úr roði - verkefni lokið

Roð inniheldur mikið magn af próteininu kollagen sem hægt er að nýta í verðmætar afurðir svo sem snyrtivörur og fæðubótarefni eftir að það hefur verið brotið niður með ensímum í kollagenpeptíð.

Lesa meira

15.11.2017 : Fórnarfóðring fyrir jarðhitaborholur - verkefni lokið

Með fórnarfóðringunni væri hægt að auka líftíma borhola og spara íslenskum orkufyrirtækjum mikinn viðhaldskostnað og kostnað vegna gerðar nýrra borhola. 

Lesa meira

14.11.2017 : XRG rafstöð - verkefni lokið

XRG-Power er sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í nýsköpun og þróun á rafstöðvum sem vinna rafmagn úr jarðvarma sem er undir suðumarki.

Lesa meira

13.11.2017 : Nýjar húð- og hárvörur með virkum próteinum - verkefni lokið

Niðurstöður úr þessu verkefni hafa nú þegar verið að hluta til nýttar við lokaþróun á nýrri húðvöru sem búið er að markaðssetja undir vöruheitinu BIOEFFECT EGF +2A Daily Treatment.

Lesa meira

7.11.2017 : Fjölnýting jarðvarma við ræktun þörunga og hagnýting lífefna þeirra - verkefni lokið

Í verkefninu var unnið að ræktun þörunga og hagnýtingu lífefna sem þeir framleiða, með ríka áherslu á fjölnýtingu jarðvarma í Mývatnssveit við ræktunina.

Lesa meira

3.11.2017 : Snjallsímaforrit - verkefni lokið

Hið háleita markmið Vivio er eftir sem áður að hjálpa ungu fólki að tjá sig með stafrænu myndefni í gagnvirku lokuðu samfélagi sem leggur áherslu á öryggi, nýjustu fáanlegu tæknilausnir og að þeir sem gera efnið fái greitt fyrir vinnuna sína.

Lesa meira

2.11.2017 : Datasmoothie, hraðari og auðveldari gagnagreining í skýinu - verkefni lokið

Verkefnisstyrkur frá Tækniþróunarsjóði gerði fyrirtækinu Datasmoothie kleift að þróa hugbúnað sem vann til virtustu nýsköpunarverðlauna Bretlands sem veitt eru á sviði markaðsrannókna.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica