Tækniþróunarsjóður: október 2018

30.10.2018 : Karolina Engine – verkefni lokið

Með stuðningi Tækniþróunarsjóðs hefur fyrirtækið Karolina Fund tekið skref í áttina að því að vera í fararbroddi í þróun á fjármálatækni fyrir fjársafnanir á netinu. Verkefnið Karolina Engine snýr að því að beita viðskiptagreind og annarri úrvinnslu á gögnum til þess að hámarka árangur herferða í hópfjármögnun.

Lesa meira

29.10.2018 : IntelliGent Oceanographically-based short-term fishery FORecastIng applicaTions (GOFORIT) – verkefni lokið

GOFORIT var að rannsaka möguleikana á því að nýta upplýsingar um umhverfisþætti og líffræðilega ferla mikilvægra svifdýra til þess að styrkja veiðispár á skammlífum uppsjávarfiskum

Lesa meira

26.10.2018 : Alfa Lyfjaumsýsla – verkefni lokið

Alfa er hugbúnaðarlausn sem hefur það að markmiði að auka skilvirkni og öryggi í lyfjaumsýslu í apótekum, sjúkrahúsum og öldrunarstofnunum.

Lesa meira

25.10.2018 : INTRAZ Mælingar og greining á ferli neytenda í verslunarrýmum Kauphegðun

Intraz ehf. er fyrirtæki sem hefur undanfarin fjögur ár verið að þróa vöru sem greinir neytendahegðun í verslunum. Verkefnið hófst árið 2013 eftir að fyrirtækið hlaut styrk úr Tækniþróunarsjóði. Lausn Intraz samanstendur af hugbúnaði og vélbúnaði sem settur er upp hjá rekstraraðila verslunar.

Lesa meira

24.10.2018 : Valorka hverfillinn, 3. þróunaráfangi - verkefni lokið

Þróun Valorku-hverfilsins lýtur m.a. að heppilegum aðferðum til opnunar og lokunar blaða hverflanna; styrkleika og stærðarhlutföllum; flotjafnvægi og efnisvali; straumálagi og iðumyndun; burðargrind og botnfestingum; aðferðum til lagningar, þjónustu og endurheimtu og mögulegu staðarvali.  Í öllum þáttum hefur verið leitast við að tryggja lágmarksáhrif á umhverfi; hagkvæmni, rekstraröryggi og einfaldleika.

Lesa meira

17.10.2018 : Þróun á nýrri lausn til að staðsetja síma innanhúss - verkefni lokið

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Locatify hefur hannað lausn þar sem hægt er að sýna staðsetningu síma með enn meiri nákvæmni en áður hefur þekkst og veita upplýsingar hratt og vel eftir því hvar eigendur þeirra eru staddir, en Tækniþróunarsjóður veitti fyrirtækinu styrk til þróunar.

Lesa meira

12.10.2018 : Markaðssókn Anitar-örmerkjalesara og -hugbúnaðar – verkefni lokið

Með markaðsstyrknum gat Anitar útbúið markaðsefni og komið af stað forsölu á örmerkjalesaranum í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Kickstarter.

Lesa meira

9.10.2018 : Anitar – Aðgengilegur örmerkjalesari fyrir heimili og landbúnað - verkefni lokið

Verkefnisstyrkur Tækniþróunarsjóðs hefur gert sprotafyrirtækinu Anitar kleift að þróa bæði örmerkjalesara og hugbúnaðarlausnir fyrir þá sem vinna með eða umgangast dýr.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica