Markaðsátak í Bandaríkjunum - verkefnislok í Tækniþróunarsjóði

5.2.2013

TellmeTwin hefur nú lokið markaðssetningarátaki í Bandaríkjunum sem var liður í samstarfi TellmeTwin, Tækniþróunarsjóðs Rannís og Kaliforníuháskólans í Berkeley en starfsmenn TellmeTwin hafa unnið að þróun, prófun og markaðssetningu hugbúnaðarins síðastliðiðin ár með styrk frá Tækniþróunarsjóði.

Heiti verkefnis: Markaðsátak í Bandaríkjunum
Verkefnisstjóri: Einar Sigvaldason, Tellmetwin ehf.
Tegund styrks: Brúarstyrkur
Styrkár: 2011
Fjárhæð styrks: 3,75 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 110650-0611

litid T-logoVERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

TellmeTwin.

TellmeTwin er íslenskt netsamfélag gert fyrir bandarískan markað þar sem notendur geta í rauntíma horft saman á kvikmyndir og sjónvarpsþætti af netinu, og spjallað á meðan. Tellmetwin byggir á að uppgötva nýtt efni til að horfa á í gegnum Facebookvini eða "tvífara" sem er fólk með sams konar smekk á kvikmyndum og maður sjálfur en til að finna tvífara sína gefa notendur kvikmyndum og sjónvarpsþáttum einkunn í viðmóti Tellmetwin.

Verkefnið markaðssetning í Bandaríkjunum.

Markmið verkefnisins var að fjölga notendum Tellmetwin á verktímabilinu og að hámarka áhrif "viral marketing" og búa svo um hnútana að hægt væri að þróa vöruna áfram með virkri endurgjöf notenda á meðan á verktíma stóð þannig að í lok verktímans hefðu notendur raunverulegan áhuga á því að dreifa síðunni meðal vina sinna.

Ávinningur og árangur verkefnisins í heild.

Niðurstaðan varð sú að notendum fjölgaði um 20% á fyrri hluta verktímans og 23% á þeim seinni (fyrir og eftir skil framvinduskýrslu í mars 2012). Niðurstaðan varð einnig sú að í samræmi við endurgjöf notenda var ákveðið að breyta áherslum á síðunni í þá átt að ekki þyrfti að senda notendur af síðunni til að geta horft á efnið sem Tellmetwin var að mæla með. Í staðin að búa til síðu þar sem auk þess að uppgötva efni til að horfa á í gegnum tvífara og vini, væri hægt að horfa saman og spjalla á meðan. Síðu þar sem það er ekki hliðarvirkni heldur órjúfanlegur hluti af heildarvirkninni að bjóða vinum sínum að horfa með sér. Þetta hefur allt gengið eftir en auk þeirrar virkni sem hér er lýst hefur Tellmetwin nýlega náð samningum við Hulu um að sýna allar kvikmyndir og alla sjónvarpsþætti þeirra innan Tellmetwin. Bæði af Hulu sem er frítt efni með auglýsingatekjum og af Hulu Plus sem er áskriftarþjónusta þeirra en af hverri nýrri áskrift sem þeir fá gegnum Tellmetwin fáum við umboðslaun eða "affiliate fee". Alls eru þetta um 114 þúsund titlar kvikmynda og sjónvarpsþátta sem við fáum frá Hulu. Ekki er sjálfgefið að Hulu leyfi utanaðkomandi vefsíðu að streyma allt sitt efni þar innan dyra en Hulu lét gera sérstaka úttekt á Tellmetwin áður en þeir samþykktu samstarfið. Hulu (http://en.wikipedia.org/wiki/Hulu) er annar stærsti söluaðili kvikmynda og sjónvarpsþátta á netinu í Bandaríkjunum á eftir Netflix og er í eigu NBC Universal, Fox og Disney. Þegar þetta er skrifað í nóvember 2012 stendur yfir innleiðing á öllu efni Hulu sem ætlunin er að verði lokið þann 15. nóvember 2012. 

Sem liður í að hagnýta niðurstöðuna er Tellmetwin nú með starfsemi í San Francisco í Kaliforníu en þaðan fer nú fram markaðssetning á afrakstri verkefnisins með aðferðum "viral" markaðssetningar, notkun samskiptamiðla, samskipti við fjölmiðla og bloggara, nánum samskiptum við notendur Tellmetwin, leitarvélabestun og fleiri aðferðum með það að markmiði að kynna lausnina sem best í því Mekka Internetsins sem San Francisco og Silicon Valley óneitanlega eru.

Listi yfir afrakstur verkefnisins 

Fyrri hluti:

Afrakstur 1       Endurbætur og prófanir á vefum til að hámarka áhrif "viral marketing"
Afrakstur 2       Viðburðir / fyrirlestrar
Afrakstur 3       Innra starf / fréttabréf, happdrætti
Afrakstur 4       Paid Marketing
Afrakstur 5       Leitarvélabestun
Afrakstur 6       A/B prófanir, lendingarsíður

Seinni hluti:

Afrakstur 1       Endurbætur og prófanir á vefnum til að hámarka áhrif "viral marketing"
Afrakstur 2       Innra starf / fréttabréf, happdrætti
Afrakstur 3       Leitarvélabestun, innihald síðunnar ofl.
Afrakstur 4       Viðburðir / fyrirlestrar, Íslandi/Evrópu/USA.
Afrakstur 5       Tvöföldun inn-hlekkja
Afrakstur 6       Viðvarandi kynning og samskipti gegnum Twitter og Facebook profila.
Afrakstur 7       Myndskeið á vefinn              

Nánari upplýsingar:

Einar Sigvaldason framkvæmdastjóri

s. +1 415 617 5101

einar hjá tellmetwin.com

www.tellmetwin.com.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica