Tækniþróunarsjóður: 2019

14.8.2019 : Fiix blóðstorkupróf; þróun og markaðssetning – verkefni lokið

Fiix greining mun stefna að því að skipta úr hefðbundnu PT-prófi fyrir Fiix-PT og með því minnka hættu á segamyndun, bæta lífslíkur sjúklinga sem þjást af hjartasjúkdómum og lækka heilsugæslukostnað vegna fylgikvilla sem tengjast segamyndun og segareki.

Lesa meira

6.8.2019 : Alþjóðlegt tónlistartæknifyrirtæki á íslandi – verkefni lokið

Á styrktímabilinu hefur mikil vinna verið lögð í kynningarstarf, notendaprófanir auk stífrar þróunar og farið hefur verið í gegnum margar ítranir á vélbúnaði, hugbúnaði, virkni og skilaboðum vörunnar.

Lesa meira

2.8.2019 : Greining notendahegðunar fyrir sýndarveruleika – verkefni lokið

Helsti afrakstur verkefnisins er tæknivaran Ghostline, sem er hugbúnaður sem greinir upplifun notenda í sýndarveruleika til að upplýsa efnishönnuði um hvernig áhrif vörur þeirra hafa á notendur. 

Lesa meira

1.8.2019 : Útgáfa rafrænna vegabréfa sem einstaklingar geta notað til að sannreyna hverjir þeir eru á netinu – verkefni lokið

Authenteq lausnin hefur með hjálp Tækniþróunarsjóðs og erlendra fjárfesta skapað raunveruleg verðmæti í Authenteq lausninni og er Authenteq nú í mikilli markaðssókn á alþjóðlegum mörkuðum. 

Lesa meira

31.7.2019 : Nýjar blóðflögulausnir til frumurækta – verkefni lokið

Í þessu verkefni voru þróaðar blóðflögulausnir sem styðja við vöxt og sérhæfingu MSC fruma og annarra frumagerða. Lausnirnar eru gerðar heparín fríar og smithreinsaðar með nýrri tækni sem þróaðist í verkefninu.

Lesa meira

29.7.2019 : Líf sykursjúkra einfaldað með tækinu Insulync og veflausninni Cloudlync – verkefni lokið

Medilync ehf. hefur lokið farsælu samstarfi við Tækniþróunarsjóð og hyggur á markað í Kanada.

Lesa meira

25.7.2019 : FlowVR Markeðsherferð – verkefni lokið

Með markaðsstyrknum hefur gefist tækifæri til að raungera markaðsstefnu fyrirtækisins og byggja upp kröftuga markaðs- og sölupípu til að styðja við sjálfbæran vöxt á Íslandi og Norðurlöndunum. 

Lesa meira

26.6.2019 : Fisheries Technologies – verkefni lokið

Á verktímabilinu hefur Fisheries Technologies ehf. notið dyggrar fjárhagsaðstoðar Tækniþróunarsjóðs og þannig tekist að þróa fullkomið upplýsingakerfi fyrir fiskveiðistjórnun og kallast það The Fisheries Manager (TFM). 

Lesa meira

25.6.2019 : Prófunarfrumgerð af Andblæ – verkefni lokið

Smíðuð var prófunarfrumgerð af þynnsta loftræstikerfi í heimi, sem annar öllum loftræstiþörfum minni íbúðar en er þó ekki nema helmingur til þriðjungur af þykkt sambærilegra öflugra kerfi.

Lesa meira

24.6.2019 : Painimprove – verkefni lokið

Markmiðið er að notendur fræðist um langvinna verki og nái betri tökum á heilsu sinni og auki starfsgetu sína. 

Lesa meira

20.6.2019 : Mótherji: Vettvangur fyrir skalanlega upplýsingaöryggisþjálfun - verkefni lokið

Adversary (Mótherji) er verkefna- og þjálfunarkerfi sem gefur forriturum og öðrum í hugbúnaðarþróun tækifæri á að fræðast, á verklegan hátt, um hættur og ógnir vegna netárasa. 

Lesa meira

19.6.2019 : Þjálfun og meðferð með heilbrigðistækni – verkefni lokið

Hugmyndin óx frá því að vera þjónustufyrirtæki fyrir börn á landsbyggð sem þurftu aðstoð við talþjálfun yfir í tæknibúnað til að allir sérfræðingar gætu gert hið sama. 

Lesa meira

6.2.2019 : Undirbúningur markaðssóknar Einrúms í Þýskalandi – verkefni lokið

Styrkur Tækniþróunarsjóðs til markaðssetningar Einrúms í Þýskalandi skapaði svigrúm sem gerði markvissan undirbúning og markaðsókn mögulega.

Lesa meira

24.1.2019 : Sniðmót fyrir steinsteypu – verkefni lokið

Verkefnið Sniðmót fyrir steinsteypu hefur lokið sínu fyrsta þróunarstigi

Lesa meira

24.1.2019 : Alfa – Markaðssetning á Bretlandseyjum – verkefni lokið

Alfa gerir dreifingaraðilum lyfja, apótekum, sjúkrahúsum og öldrunarheimilum kleift að draga úr kostnaði við lyfjaumsýslu en á sama tíma að auka gæði þjónustu.

Lesa meira

23.1.2019 : Space Stallions / Unknown Galaxy – verkefni lokið

Tölvuleikjafyrirtækið Lumenox ehf. hefur lokið við gerð leiksins Khanate, sem er bæði kunnuglegur og frumlegur í senn.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica