Fljótleg forritun á litlum örgjörvum - verkefnislok

23.4.2013

Sprotafyrirtækið R2 hefur lokið við smíði á hugbúnaði sem gerir forritun á litlum örgjörvum fljótlegri.  Litlir örgjörvar, einkum af tegundinni ARM, eru notaðir víða, m.a. í bílum, heimilistækjum, iðnstýringum og þráðlausum skynjurum.  Hugbúnaðurinn sem R2 hefur smíðað gerir kleift að breyta forritum í rauntíma og sjá áhrif breytinga á forriti strax.  Einnig nýtist hugbúnaðurinn við villuleit því ekki þarf að endurræsa örgjörvann til að breyta forriti.  Verðmæti eins prósents af markaðnum er áætlað 440 milljónir ISK.  Næsta skref í þróuninni er kynning og prófanir hjá völdum notendum.

Heiti verkefnis: Fljótleg forritun á litlum örgjörvum
Verkefnisstjóri: Bergur Ragnarsson, R2 ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2012
Fjárhæð styrks: 5 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 120971-0611

litid T-logoVERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica