Gerð Responsible Surfing-umbunakerfis - verkefnislok

8.7.2013

  • Famlry er fjölskylduhugbúnaður sem þróaður var af Responsible Surfing ehf. Hugbúnaðnum er meðal annars ætlað að draga úr ofnotkun á internetinu og auka jákvæða skilvirkni í skipulagi fjölskyldna.
  • Í kerfinu er umbunakerfi sem byggir á þekktum aðferðum jákvæðrar styrkingar í atferlismótun. Lögð er áhersla á að börn séu með markmið og geti öðlast umbun (verðlaun) eftir ýmsum leiðum, t.d.útiveru, hreyfingu og heimanámi.

Heiti verkefnis: Gerð Responsible Surfing-umbunakerfis
Verkefnisstjóri: Björn Harðarson, Responsible Surfing ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2010-2012
Fjárhæð styrks: 26,5 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 101223

litid T-logoVERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

  • Dagatal barna eykur yfirsýn yfir skóla, frístundir o.fl. í lífi barns og tengist auk þess stýringu á tölvunotkun barnsins. Dagbók, stýring á tölvunotkun og umbun styrkir þá jafnvægi í leik og starfi barna. Gerð var útgáfa fyrir nýtt stýrikerfi Microsoft, Windows 8, og gert klárt til að hægt sé að aðlaga kerfið bæði fyrir eldri útgáfur Windows sem og önnur stýrikerfi.
  • Kerfið virkar þannig að hver og einn fjölskyldumeðlimur hefur einskonar „prófíl“ þar sem yfirsýn er yfir daglegt skipulag barns, markmið og árangur. Í prófíl barna er dagatal með stundatöflu og tómstundir sem og mögulegum verkefnum sem þeim er útdeilt. Börn hafa síðan markmið sem þau geta unnið sér inn umbun með verkefnum eins og heimlærdómi, útiveru, tiltekt o.s.frv.
  • Barnið fer í leiki og vefsíður tölvunnar í gegnum Famlry, velur sér verkefni, gefur til kynna að verkefni sé lokið, á í samskiptum við forráðamenn, getur séð árangur sinn og vikuplan.
  • Forráðamenn hafa góða yfirsýn yfir dagskrá barna, geta útdeilt verkefnum, veitt umbun þegar verkefnum er lokið, og séð árangur barna sinna. Auk þess eru tengsl við prófíla annarra sem koma að barninu eins og kennara og þjálfara. Hægt er að stýra hvað þau geta sett inn í kerfið og og séð í því. Þannig fæst heildarsýn í dagskrá barna, hægt að umbuna fyrir jákvæða hegðun frá öllum tengdum aðilum og auka skilvirkni í samskiptum og markmiðum barns. Með þessu móti er tölvunotkun stýrt á jákvæðan hátt með hvatningu, jákvæðri hegðun er umbunað með viðurkenndum aðferðum sem bera árangur í hegðunarmótun barna auk þess að meiri skilvirkni næst í skipulagi fjölskyldna.
  • Famlry er einn fyrsti íslenski hugbúnaðurinn sem hefur verið sérstaklega hannaður fyrir Windows 8 og er einn fyrsti íslenski hugbúnaðurinn sem dreift er í gegnum nýju Microsoft Store-verslunina. 








Þetta vefsvæði byggir á Eplica