ChemoBacter - verkefnislok í Tækniþróunarsjóði

13.8.2013

Þróunarverkefni hafa verið í gangi hjá Matís sem snúa að hraðvirkum greiningum á örverum í matvælum og umhverfi.  Þessi vinna hefur leitt til þess að stofnað var félagið Chemobacter með það að markmiði að framleiða og selja greiningarsett fyrir rannsóknastofur og fyrirtæki.  Verkefninu sem nú var að ljúka er fyrsta rekstrarár þessa félags og hefur nú verið sett saman greiningarsett fyrir skemmdarörverur í matvælum. Matís kom að verkefninu sem stofnandi sprotafélagsins og útvegaði verkefninu aðstöðu og sérfræðiþekkingu fyrir þróunarvinnuna.

Heiti verkefnis: ChemoBacter
Verkefnisstjóri: Eyjólfur Reynisson, ChemoBacter ehf.
Tegund styrks: Brúarstyrkur (markaðsstyrkur)
Styrkár: 2011
Fjárhæð styrks: 5 millj kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 110290-0611

litid T-logoVERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Eins og sakir standa hefur verið lögð áhersla á að að koma afurðinni (hraðvirkum örverumælingum) í sölu og höfum við átt bæði í viðræðum og samstarfi við aðila í sjávarútveginum sem hefur gengið vel og góðar umræður átt sér stað. Drög að einkaleyfisumsókn hefur verið skrifuð sem stefnt er að senda inn fljótlega.  Tímasetningin er mikilvæg hvað þetta varðar því fljótlega eftir að umsókn hefur farið inn mun ýmis kostnaður koma til.  Áhugi er að sækja um einkaleyfi á okkar nærmörkuðum t.d. í Noregi, Evrópu og Bandaríkjunum.  Áfram verður unnið að samstarfi við íslensk fyrirtæki um gæðavöktun afurða og leiða leitað til að koma afurðum verkefnisins í verðmæti með þjónustusamningum eða beinni sölu á afurðum.

Afrakstur verkefnisins:

  1. Faggilding pros and cos - Úttekt á kostum og göllum að fara í gegn um faggildingarferli á greiningarsettum ChemoBacter
  2. Spoilage bacteria - Kynningarefni sem notað var á fundum við iðnaðinn
  3. Gæðamælingar Vinnsla 1
  4. Gæðamælingar Vinnsla 2
  5. PharmaQ Analytic - prófanir
  6. Viðskiptaáætlun_vor 2011-Lokað skjal
  7. Drög að einkaleyfi – Lokað skjal
  8. Aðferðalýsingar (a: Flowchart of analysis, b: Sample preperation, c: Pseudomonas qPCR, d: Photobacterium qPCR)
  9. Heimasíða www.chemobacter.is
  10. Viðtal verkefnisstjóra í Sjónmáli, Rás 1 (hefst á 44. mín):  http://www.ruv.is/sarpurinn/sjonmal/12062013-0               








Þetta vefsvæði byggir á Eplica