Markaðssetning á INVICTUS - verkefnislok

12.12.2013

Verkefni Tækniþróunarsjóðs „Markaðssetning á INVICTUS“ er lokið. Verkefnið sem sett var upp og styrkt til eins árs var samstarfsverkefni sprotafyrirtækisins Fossadals hf. og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um markaðssetningu á fluguveiðihjóli með nýja byltingarkennda bremsutækni.

Heiti verkefnis: Markaðssetning á INVICTUS
Verkefnisstjóri: Ingólfur Þorbjörnsson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Tegund styrks: Brúarstyrkur (markaðsstyrkur)
Styrkár: 2012
Fjárhæð styrks: 5 millj kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 121552-061

litid T-logoVERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Innan verkefnisins voru dreifingarleiðir endurskoðaðar og metnar, samskipti höfð við söluaðila og tengslum komið á. Farið var á sýningar og kynningarefni útbúið. Ný heimasíða var hönnuð og sett upp www.einarsson.com. Einkaleyfi hefur verið lagt inn og er nú komið í lokafasa í USA, einhver bið verður með önnur markaðssvæði. Niðurstöður verkefnisins benda til að forsendur umsækjenda við upphaf verkefnisins hafi verið raunhæfar og markmiðum verkefnisins hafi í öllum aðalatriðum verið náð.

Afrakstur:

  • Lokaskýrsla verkefnisins: Ný bremsutækni veiðihjóla
  • Útgefandi: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, NMI 13-00
  • Höfundar: Steingrímur Einarsson, Jón Páll Hreinsson og Ingólfur Þorbjörnsson








Þetta vefsvæði byggir á Eplica