Rannsóknasjóður: 2018

30.10.2018 : Kóbalt stýrð virkjun á koldíoxíði - verkefni lokið

Kóbalt efnasambönd voru rannsökuð sem möguleg leið til að virkja koldíoxíð. Aðferðin byggir á hvatavirkni kóbalts í þeim tilgangi að mynda fjölliður sem eru nýttar í læknavísindum úr gróðurhúsalofttegund. 

Lesa meira

17.10.2018 : Íslenskar fornritarannsóknir og þjóðarmenning 1780-1918 - verkefni lokið

Meginmarkmið verkefnisins var að kanna fræðistörf menntaðra Íslendinga, sem fengust við útgáfur á og skrif um íslensk fornrit / fornnorrænar bókmenntir á „hinni löngu 19. öld“, með tilliti til þeirra hugmynda um þjóðerni og þjóðararf sem verk þeirra birta með misskýrum hætti.

Lesa meira

2.10.2018 : Ótti og streita í dýrastofnum: orsakir og afleiðingar truflunar - verkefni lokið

Niðurstöður verkefnisins sýna að atferli og tengt álag margæsanna var mismunandi eftir árstíðum milli Írlands og Íslands, en einnig innan árstíða milli mismunandi búsvæða. Eins og við spáðum, þá voru, á vetrarstöð á Írlandi, álagshormón í hærri gildum á túnum og þurrlendissvæðum þar sem truflun var meiri en lægri á hinum mikilvægu hafrænu flæðamýrum. Þetta mynstur var hinsvegar öfugt farið á vorstoppi á Íslandi þar sem álagshormón voru í hærri gildum á hafrænum búsvæðum sem sýnt hefur verið að eru mikilvæg ætissvæði fyrir varptíma.

Lesa meira

27.9.2018 : Skautunargreining með fylki örloftneta - verkefni lokið

Í verkefninu um skautunargreiningu með fylki örloftneta, sem unnið var í samstarfi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Háskóla Íslands og Harvard-háskóla, hefur ný gerð skautunarmæla verið þróuð. Virkni þeirra byggir á samspili rafsegulbylgju við nær tvívítt lag af örloftnetum.

Lesa meira

26.9.2018 : Stöðugar stakeindir fyrir lífeðlisfræðilegar rannsóknir - verkefni lokið

Meginmarkmið verkefnisins var að smíða og beita stöðugum stakeindum (spunamerkjum) við lífeðlisfræðilegar mælingar með NMR og EPR. Nýjar og betri aðferðir voru þróaðar til að festa slík spunamerki á ákveðna staði í RNA, bæði með og án samgildra tengja.  Lesa meira

25.9.2018 : Hegðan vegbygginga með sveigjanlegu slitlagi - Hönnun og niðurbrot - verkefni lokið

Ný aflfræðileg hönnunaraðferð fyrir vegbyggingar hefur verið þróuð. Byggir hún á aflfræðilegri greiningu til þess að segja fyrir um hrörnun vega og gatna.

Lesa meira

20.9.2018 : SNPfish: SNP development for commercially important fish species - verkefni lokið

Here we have developed new SNP genetic markers and used previously published SNP markers to create SNP genetic markers set for both Mackerel and Herring for assessing genetic population structure in these species, which is currently unknown in the North Atlantic.

Lesa meira
141261

10.9.2018 : Vöktun virkra jarðskjálftasprungna og kortlagning jarðskjálftaáhættu í þéttbýli - verkefni lokið

Verkefnið hefur aukið til muna skilning okkar á eðli íslenskra jarðskjálftahreyfinga, sérstaklega þeim í nærsviði stórra jarðskjálftasprungna, og breytileika þeirra. Þannig hefur verið lagður grundvöllur að endurmati á jarðskjálftahættu á Íslandi sem er undirstaða jarðskjálftahönnunar mannvirkja.

Lesa meira

31.8.2018 : Sjálfbærar borgir framtíðarinnar: Endurheimtandi áhrif þéttbýlis könnuð í sýndarveruleika - verkefni lokið

Tölvu- og þrívíddartækni þar sem fólk getur upplifað mismunandi útgáfur af framtíðinni í hágæða tölvuumhverfi, opnar ný tækifæri til rannsókna á samspili fólks og umhverfis og hagnýtingar á sálfræðilegri þekkingu. 

Lesa meira

14.8.2018 : Streituviðbrögð við greiningu lungnakrabbameins og áhrif á lifun - verkefni lokið

Markmið þessarar þverfræðilegu vísindarannsóknar var að auka þekkingu á áfallastreituviðbrögðum einstaklinga sem greinast með lungnakrabbamein og mögulegu hlutverki þeirra viðbragða í framvindu sjúkdómsins. 

Lesa meira

14.8.2018 : Sýrustig, v-ATPasi og krabbamein - verkefni lokið

Verkefni þetta miðaði að því að greina hlutverk vATPasans í sortuæxlum og ákvarða hvort svokallaðir prótonpumpuhemlar hafi áhrif á myndun eða meðferð krabbameins. 

Lesa meira

13.8.2018 : Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri: Tilurð, samhengi og söfnun 1864-2014 - verkefni lokið

Aðalmarkmið verkefnisins var að skrá, greina og gera stafræn gögn sem tengjast söfnun og útgáfu þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1862–1864).  

Lesa meira

13.8.2018 : Stefnumörkun í þróunarmálum. Þúsaldarmarkmiðin og Post-2015 í Senegal - verkefni lokið

The overall aim of this research is to examine the post-2015 national consultations in Senegal, to shed a light on if Senegal got what they wanted post-2015. 

Lesa meira

13.8.2018 : Seigla íslenskra sjávarbyggða - verkefni lokið

Nýlokið er rannsóknarverkefni þar sem félagslegar afleiðingar íslenskrar fiskveiðistjórnunar fyrir einstök byggðarlög eru greindar á ítarlegri hátt en áður hefur verið gert. 

Lesa meira

6.7.2018 : AGACA: Víxlnar grúppur fyrir algebruskorðustöðuvélar - verkefni lokið

The main results of the project are defining Algebraic Automata as an Abelian Group in the algebraic systems; and the mapping from Constraint Automata to Algebraic Automata; and showing how these theories and techniques can be used in software engineering.

Lesa meira

5.7.2018 : Austrænir víkingar í arabískum heimildum - verkefni lokið

Verkefnið Austrænir víkingar í arabískum heimildum er rannsókn á arabískum miðaldatextum sem fjalla á einn eða annan hátt um ferðir víkinga í Austurvegi. Arabísku heimildirnar hafa hingað til ekki verið skoðaðar sem sjálfstæður flokkur heimilda, en þessi rannsókn sýnir að ærin ástæða er til þess. 

Lesa meira

25.4.2018 : Hvað einkennir íslenskt lýðræði? Starfsvenjur, gildi og skilningur - verkefni lokið

Í rannsóknarverkefninu var kastljósinu beint að gangverki íslensks lýðræðis með því að skoða starfshætti og stefnumótun í stjórnmálum og stjórnsýslu og það einkum greint í ljósi hugmynda rökræðulýðræðis. 

Lesa meira

16.4.2018 : Reynsla í sjónskynjun: Beining athygi og mærgræð skynjun - verkefni lokið

As we interact with the environment, our gaze and attention are pulled towards items that we have interacted with before and are behaviourally important to us. 

Lesa meira

16.4.2018 : Er hægt að auka færni íslenskra nemenda í lestri og stærðfræði með stýrðri kennslu og hnitmiðaðri færniþjálfun? - verkefni lokið

Kennsluaðferðin Bein kennsla Engelmanns (Direct Instruction) er raunprófuð aðferð sem hefur reynst áhrifarík í enskumælandi löndum í áratugi. Aðferðin hefur reynst sérlega áhrifarík ef fimiþjálfun (Fluency building byggð á Precision Teaching) er notuð samhliða henni. 

Lesa meira

6.4.2018 : Erfðamengjastofnar samlífisfléttu við breytilegar aðstæður - verkefni lokið

Í verkefninu var tjáning einstakra gena sem tengjast streitu eða álagi, bæði meðal flétta nærri sjó og inn til landsins sérstaklega skoðuð.

Lesa meira

5.4.2018 : Hlutvetnun poly-yna og efnasmíðar á stöðubundnum metoxyluðum eterlípíðum - verkefni lokið

Meginmarkmið viðfangsefnisins var að betrumbæta lykilskrefið í efnasmíðum okkar á annars vegar handhverfuhreinum fjölómettuðum metoxyluðum eterlípíðum og hins vegar ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum.

Lesa meira

5.4.2018 : Mynstur efliraða umritunar í MGUS og mergæxlum - verkefni lokið

Verkefnið miðar að því að rannsaka efliraðir umritunar sem stjórna genatjáningu í einstofna  mótefnahækkun, sem er góðkynja forstig mergæxla, og bera saman við efliraðir úr mergæxlum.  

Lesa meira

4.4.2018 : Virkjun köfnunarefnis í einsleitri og misleitri efnahvötun - verkefni lokið

Rannsóknarverkefnið hefur notað skammtafræðilega reikninga til að fá nýja innsýn í rafeindabyggingu FeMoco hvarfstöðvarinnar og leitt í ljós hvarfgang afoxunar lítilla sameinda á málmkomplexum sem líkja eftir hvarfstöðinni. Þá hafa reikningar einnig leitt í ljósa nýja mögulega efnahvata fyrir köfnunarefnisafoxun sem prófaðir verða á tilraunastofu.

Lesa meira

4.4.2018 : Gerleg rafsegulfræðimiðuð fjölmarkmiðahönnun á loftnetsbúnaði

Niðurstöður verkefnisins er mikilvægt framlag til framsækinna aðferða við tölvuvædda hönnun loftneta sem og almennrar hönnunar örbylgjukerfa.

Lesa meira

3.4.2018 : Samlíðan - tungumál, bókmenntir, samfélag - verkefni lokið

Í rannsóknarverkefninu Samlíðan: mál, bókmenntir, samfélag var lagður grunnur að samþættingu aðferða úr sálfræði, málfræði, bókmenntum og lífvísindum til að menn yrðu nokkru nær um samlíðan. 

Lesa meira

28.3.2018 : Virkni stammeðferðar á eldri börn sem stama - meðferð stjórnað af foreldrum með skilyrtri svörun – klínísk rannsókn (II. stig) - verkefni lokið

Rannsóknin kannaði nýja meðferð við stami barna á aldrinum 9-13 sem höfðu stamað í lengri tíma. Samkvæmt fyrri rannsóknum hefur ávinningur af meðferð fyrir þennan aldurshóp verið takmarkaður. Þörfin er hins vegar mikil því vaxandi líkur eru á því að börn á þessum aldri sem stama muni glíma við þrálátt stam og auk þess verða börn á þessum aldri oft fyrir stríðni vegna stamsins.

Lesa meira

27.3.2018 : Þingstaðir á Íslandi 850 til 1950 - verkefni lokið

Árin 2014-2017 fór fram rannsókn á þingstöðum á Íslandi. Til þessa höfðu athuganir á þessu sviði takmarkast við þingstaði tiltekinna tímaskeiða, en að þessu sinni var áherslan lögð á staðsetningu og gerð þingstaða óháð tímabilum. 

Lesa meira

27.3.2018 : Kynjajafnrétti við stjórn atvinnulífsins: stefna, þróun og áhrif - verkefni lokið

The main aim of the project was to analyse gender equality in top leadership in the 250 largest companies in Iceland, and the impact of the gender quota law, which was implemented in September 2013. The project employed interdisciplinary and mixed method approaches. 

Lesa meira

27.3.2018 : Áhrif tekjuójöfnuðar og félagsauðs á sálræna líðan táninga - verkefni lokið

Meginmarkmið rannsóknarverkefnisins “Áhrif tekjuójöfnuðar og félagsauðs á andlega heilsu unglinga” var að kanna tengsl tekjuójöfnuðar og félagsauðs við kvíða og þunglyndi unglinga innan íslenskra skólahverfa yfir tímabilið 2006 til 2016. 

Lesa meira

26.3.2018 : Orsakir útlitsbreytileika beitukónga (Buccinum undatum L.; Gastropoda; Mollusca) - verkefni lokið

Í þessari rannsókn var lagður grunnur að áframhaldandi vist-, þróunar- og erfðafræðirannsóknum á breytileika í útlitseinkennum lindýra. Byggt á nákvæmum rannsóknum á svipfarsbreytileika beitukóngskuðunga í Breiðafirði höfum við þróað kerfi til að meta útlitseinkenni þeirra sem og öðlast innsýn í þroskunarfræðilegan bakgrunn (erfðir vs. umhverfi) litar og litamynsturs kuðunganna.

Lesa meira

26.3.2018 : Hinsegin innflytjendur á Íslandi: Afhjúpun, sjálfsmynd og að tilheyra - verkefni lokið

Í þessari rannsókn er fjallað um reynslu LGBTPQ innflytjenda af því að búa á Íslandi, og hvernig hún tengist alþjóðlegu og sögulegu samhengi. 

Lesa meira

26.3.2018 : Tilfinningar, efnisheimur og hversdagslíf á 19. og fyrri hluta 20. aldar á Íslandi - verkefni lokið

Verkefnið fjallaði um tilfinningar, efnisheim og hversdagslíf fólks á Íslandi á 19. og fyrri hluta 20. aldar og byggðst á rannsókn á heimildum af ólíku tagi og hvernig þær tengjast einstaklingnum persónulega. 

Lesa meira

26.3.2018 : Snemmtæk íhlutun dreifbýlisbarna með fjarþjónustu sérfræðinga: Eigindleg og megindleg greining á áhrifum fjarþjónustu sérfræðinga á framfarir og ánægju barns og fjölskyldu - verkefni lokið

The purpose of the project was to develop and evaluate a behavioral parent training package via telecommunication for Icelandic caregivers of preschool children with autism that have limited access to evidence-based intervention and behavioral expertise. 

Lesa meira

22.3.2018 : Áhrif thrombins og annarra áverkunarefna á æðaþel. Hlutverk AMP-kínasa og sveigðra boðleiða - verkefni lokið

Helsta markmið þessarar rannsóknar var að kortleggja bólguferla annars vegar og bólguhindrandi ferla hins vegar, eftir örvun PAR-1 viðtaka og prófa með því þá vinnutilgátu, að bólguhindrandi og frumuverndandi áhrifum APD sé miðlað af  kínasanum AMPK (AMP-activated protein kinase).

Lesa meira

22.3.2018 : Auðkenning lítt skilgreindra lífefna í efnaskiptum mannsins - verkefni lokið

We researchers at the Center for System Biology in the University of Iceland, have formulated methods to computationally propose the functions of human genes and metabolites by analyzing them in the context of metabolism using genome scale metabolic network models. 

Lesa meira

22.3.2018 : Þróun ónæmismeðferðar gegn sumarexemi hjá hestum - verkefni lokið

Íslenskir hestar sem fluttir eru út eru í mikilli áhættu á að fá sumarexem, sem er IgE miðlað ofnæmi gegn ofnæmisvökum (próteinum) úr biti mýflugna (Culicoides spp), sem kallaðar hafa verið smámý eða lúsmý á íslensku. Allt að 50% útflutningshrossa fær exemið við slæmar aðstæður en einungis um 10% íslenskra hesta sem fæddir eru erlendis. 

Lesa meira

21.3.2018 : Leit að uppbyggingu í umraðanamengjum - verkefni lokið

Markmið verkefnis okkar var að búa til tölvuforrit sem gæti fundið uppbyggingu hlutar sem kallast umraðanaflokkur. Forritið sem skrifað var hefur enduruppgötvað niðurstöður fjöldamargra rannsóknagreina sem saman telja mörg hundruð síður. 

Lesa meira

21.3.2018 : Spálíkan fyrir jöklaleysingu - verkefni lokið

Afurðir verkefnisins eru meðal annars yfirlit yfir þróun á endurkaststuðli Vatnajökuls og á leysingu allra jökla landsins yfir tímabilið 1980-2016. Líkanið sem þróað var í verkefninu getur enn fremur reiknað lengra aftur í tímann og sömuleiðis framtíðarleysingu jöklanna með jaðarskilyrðum frá loftlagslíkönum að gefnum ákveðnum sviðsmyndum um framtíðina.

Lesa meira

20.3.2018 : Líffræðileg fjölbreytni í grunnvatni á Íslandi - verkefni lokið

Í verkefninu var leitast við að auka skilning okkar á þeim þáttum sem móta líffræðilega fjölbreytni hryggleysingja í grunnvatni linda og straumvatns. 

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica