Skjalastjóri óskast

14.9.2018

Rannís óskar eftir skjalastjóra í um hálft starf hjá Rannís. Starfið felur í sér umsjón með skjalastjórnunarkerfi og skjalastjórnunarstefnu Rannís, þjónustu við starfsfólk stofnunarinnar, miðlun þekkingar og fræðslu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 

  • Háskólamenntun á sviði skjalastjórnunar og/eða haldbær reynsla á sviði skjalastjórnunar
  • Þekking á GoPro Foris eða sambærilegu kerfi áskilin
  • Skipulögð og öguð vinnubrögð og færni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Góð íslenskukunnátta
  • Góð kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli
  • Góð samskiptafærni áskilin
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Samviskusemi og metnaður til að ná árangri í starfi með því að veita góða þjónustu

Upplýsingar um starfið veitir Herdís Þorgrímsdóttir , sviðstjóri rekstrarsviðs.

Umsóknarfrestur er til klukkan 12 á hádegi þriðjudaginn 2. október 2018

Umsókninni skal fylgja ferilskrá, kynningarbréf ásamt prófskírteini og upplýsingar um meðmælendur.

Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum.

Við ráðningu í starfið verður tekið mið af jafnréttisáætlun Rannís. Laun greiðast samkvæmt viðeigandi kjarasamningi við fjármálaráðuneytið.

Starfið tilheyrir starfsstöð Rannís í Reykjavík.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.

Sækja um starf

Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks þekkingarsamfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu. Rannís styður þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum. Stofnunin er náinn samstarfsaðili Vísinda- og tækniráðs, en hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd Vísinda- og tæknistefnu ráðsins. Stofnunin leggur áherslu á samstarf stjórnvalda og hagsmunaaðila.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica