25 ný COST verkefni hafa verið samþykkt

9.11.2016

Opnað hefur verið fyrir þátttöku í samþykktum COST verkefnum .

Tilgangur COST verkefna er að byggja upp samstarfsnet rannsakenda í Evrópu á ákveðnum rannsóknasviðum. Þátttakendur í COST verkefnum skiptast á reynslu og niðurstöðum í gegnum fundi og ráðstefnur, vinnustofur og heimsóknir.

COST greiðir fyrir kostnað þátttakenda vegna ferða og ráðstefnuhalds en greiðir ekki kostnað við rannsóknaverkefnin sjálf. COST verkefni hafa oft leitt til áframhaldandi samstarfs á milli þátttakenda í styrkumsóknum í stærri verkefni í Rannsóknaáætlun ESB.

Ísland getur tilnefnt tvo fulltrúa í hvert verkefni. Fyrst og fremst er farið fram á að rannsakendurnir séu með rannsóknarbakgrunn og þekkingu á viðfangsefnum COST verkefnisins sem sótt er um í, og geti því lagt eitthvað af mörkum til verkefnisins.  

Óski menn eftir tilnefningu skal senda umsókn til Rannís ( nánari upplýsingar um umsóknarferlið ).

Samþykkt verkefni (pdf 277 KB)









Þetta vefsvæði byggir á Eplica