Að skrifa samkeppnishæfa umsókn í Horizon Europe

21.4.2021

Dr. Sean McCarthy frá Hyperion Ltd. á Írlandi heldur námskeið á netinu í gerð umsókna fyrir væntanlega umsækjendur í Horizon Europe fimmtudaginn 27. maí næstkomandi kl. 10:00-12:45.

  • Photo by Ivan Samkov from Pexels

Námskeiðið fer fram á ensku og er opið öllum nema ráðgjöfum. Námskeiðið er sniðið að umsækjendum og verkefnastjórum, jafnt sem rannsóknastjórum og öðum sem hafa áhuga á að bæta færni sína í að skrifa samkeppnishæfa umsókn í rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB.

Námskeiðið er haldið á Zoom og er þátttökugjaldið 16.000 kr. Þeir sem skrá sig á námskeiðið fá sendan hlekk daginn áður þann 26. maí.

Skráning á námskeið

Þetta vefsvæði byggir á Eplica