Æskulýðssjóður fyrri úthlutun 2022

11.4.2022

Tilkynnt hefur verið um fyrri úthlutun úr Æskulýðssjóði fyrir árið 2022.

Æskulýðssjóði bárust alls 16 umsóknir um styrk. Sótt var um styrki að upphæð 36,2 milljónir króna.  Að tillögu stjórnar Æskulýðssjóðs hefur mennta- og barnamálaráðuneytið ákveðið að styrkja fimm verkefni um samtals 3.225.000 kr. 

Æskulýðssjóður er starfræktur skv. æskulýðslögum nr. 70/2007 og reglugerð um Æskulýðssjóð nr. 60/2008 ásamt breytingum nr. 173/2016 frá febrúar 2016 og breytingum nr. 60/2016 frá 2. desember 2016. Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.

Eftirtalin verkefni fengu styrk:*

Nafn umsækjanda

Heiti verkefnis

Úthlutun í kr. 

 AFS á Íslandi  Þjálfun- virk samfélagsþátttaka AFS. 645.000 
 Bandalag íslenskra skáta  Leiðbeinendasveit skáta 600.000 
 Samfés  Hvað finnst okkur? Netmiðill unga fólksins. 780.000 
Ungmennafélag Íslands   Komdu og vertu með! 600.000 

Ungmennafélagið Þristur

Vorævintýri í óbyggðum.

600.000

 

Samtals úthlutað í kr. 

3.225.000

*Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica