Alþjóðadagur háskóla

15.3.2016

Alþjóðadagur háskóla verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, stofu V206, föstudaginn 18. mars kl. 10:00 til 13:30 undir yfirskriftinni Stúdentar og alþjóðasamstarf - hindranir og hæfni. Að alþjóða­deginum standa Rannís og Lands­samtök íslenskra stúdenta (LÍS). 

  • Hr Sólin

 Hugmyndin með Alþjóðadeginum er að safna saman þeim sem koma að alþjóðamálum innan háskólanna, háskólastúdentum, stjórnvöldum og aðilum úr atvinnulífinu og ræða um alþjóða­væðingu frá ólíku sjónarhorni auk þess sem LÍS mun afhenda menntamála­ráðherra fyrstu stefnu samtakanna um alþjóðasamstarf. 

DAGSKRÁ
10.00 – 10.15 Morgunsnarl
10.15 – 10.20 Opnun dagskrár María Kristín Gylfadóttir, stjórnandi Landskrifstofu Erasmus+
10.20 – 10.50 Hindranir í þátttöku í skipti- og starfsnámi – niðurstöður Eurostudent V alþjóðlegrar úttektar á félagslegum aðstæðum stúdenta Martin Unger, Institute for Advanced Studies, Austurríki
10.50 – 11.20 Alþjóðavæðing háskólastigsins - frá sjónarhorni háskóla Friðrika Harðardóttir, forstöðumaður Skrifstofu alþjóðasamskipta Háskóla Íslands - og Evrópuáætlanir Óskar Eggert Óskarsson, sérfræðingur hjá Rannís - og spár um aukið flæði stúdenta í náinni framtíð Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís
11.20 – 11.35 Dæmisögur – skiptinám frá sjónarhóli stúdenta Gestur Ernir Viðarsson, stúdent í Háskólanum í Reykjavík Peter Dalmay, stúdent í Háskóla Íslands
11.35 – 12.20 Léttur hádegisverður með hugarflugi
12.20 – 12.30 Stefna LÍS um alþjóðavæðingu í háskólasamfélaginu – afhending stefnu til ráðherra Nanna Elísa Jakobsdóttir, formaður Landsambands íslenskra stúdenta (LÍS)
12.30 – 13.15 Pallborðsumræður Illugi Gunnarsson, Mennta- og menningarmálaráðherra, Nanna Elísa Jakobsdóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, Samtökum iðnaðarins.
13.15 – 13.30 Hugleiðing í lok dags Hjördís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SÍNE og Anna Marsibil Clausen, blaðamaður og fyrsti formaður LÍS.
Baldvin Þór Bergsson þáttastjórnandi í Kastljósi stýrir dagskrá og pallborðsumræðum

 

 

 

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica