Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndin (IASC) auglýsir eftir vísindafélögum

6.11.2018

Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndin auglýsir eftir vísindafélögum til að vinna með vinnuhópum IASC sem starfa á eftirfarandi sviðum: Félags- og mannvísindi, freðhvolf, gufuhvolf, hafvísindi og landvistkerfi. 

  • IASC-doktorsnema

IASC félagar eru venjulega doktorsnemendur eða nýdoktorar (póstdokk) sem vinna í tengslum við vinnuhópa IASC og þeir fá greiddan ferðakostnað vegna þátttöku í vísindaviku norðurslóða (Arctic Science Summit Week).  

Umsóknarfrestur er til 19. nóvember næstkomandi. Umsóknarform er að finna á IASC Fellowship Program 2019. 

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Már Gunnarsson , skrifstofustjóri IASC. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica