Ársskýrsla Rannís 2022 er komin út

4.5.2023

Ársskýrsla Rannís fyrir árið 2022 er komin út og er þetta annað árið í röð sem hún er eingöngu gefin út á rafrænu sniði

  • Mynd-med-frett-arsskyrsla-2022

Í skýrslunni er leitast við að gefa heildstætt yfirlit í máli og myndum yfir margþætta og umfangsmikla starfsemi stofnunarinnar og þau verkefni sem voru efst á baug á árinu 2022. Má þar helst nefna fjölþætta starfsemi sviðanna og stóru samkeppnissjóðanna ásamt umsýslu minni sjóða og alþjóðlegra áætlana. Einnig skipuðu viðburðir og viðurkenningar stóran sess í starfsemi Rannís 2022 eins og áður.

Í ávarpi Ágústar Hjartar Ingþórssonar, forstöðumanns Rannís, kemur meðal annars fram sú framtíðarsýn sem nýr forstöðumaður hefur á starfsemi stofnunarinnar en Ágúst tók við sem forstöðumaður Rannís þann 1. apríl 2022. Í ávarpinu bendir fostöðumaður einnig á þau sóknarfæri í alþjóðlegu samstarfi á næstu árum.

  Agust_hjortur_ingthorsson-1200x800px

„Mikil sóknarfæri eru til staðar í alþjóðlegu samstarfi og raunhæft er að setja það markmið að tvöfalda fjárhagslegt umfang þátttöku Íslands á næstu sjö árum.“ (Úr ávarpi forstöðumanns).

Rannís hefur umsjón með 29 innlendum styrktarsjóðum og átta erlendum samstarfsáætlunum. Heildarfjöldi umsókna sem Rannís tók á móti árið 2022 var tæplega 7.000 og um 23 milljarðar voru  veittir til stuðnings við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu á Íslandi.

Mynd-med-frett-hnotskurn-2022

Smellið hér til að skoða ársskýrslu Rannís 2022








Þetta vefsvæði byggir á Eplica