Auglýst eftir forumsóknum: Öndvegissetur innan norrænu áætlunarinnar um lífhagkerfið

10.11.2015

Nordforsk auglýsir eftir umsóknum í tveimur þrepum um norræn öndvegissetur innan norrænu áætlunarinnar um lífhagkerfið. Stefnt er að því að styrkja þrjú öndvegissetur um 90 milljónir norskra króna. Umsóknarfrestur fyrir fyrra þrepið er 16. mars 2016.

Megin markmið áætlunarinnar er að auka þekkingu á lífhagkerfi Norðurlandanna. Umsóknir geta tengst öllum sviðum lífhagkerfisins (t.d. landbúnaði, skógrækt, sjávarútvegi, matvælaframleiðslu o.fl.) en með áherslu á nýsköpun. Vatn verður í forgrunni, sem viðfangsefni rannsókna eða tengjast umsóknum á annan hátt en þarf þó ekki að vera megin viðfangsefnið. 

Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum umsóknarkerfi NordForsk í síðasta lagi 16. mars 2016.  Forumsóknir verða metnar af sérfræðingum og nefnd áætlunarinnar mun meta verkefnin út frá markmiðum áætlunarinnar og virðisaukningu fyrir Norðurlöndin. Völdum umsækjendum verður svo boðið að senda inn umsóknir fyrir síðara þrepið í september 2016.

Nánari upplýsingar

Umsóknarkerfi Nordforsk









Þetta vefsvæði byggir á Eplica