Auglýst eftir umsóknum um skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna

10.8.2022

Opnað hefur verið fyrir nýjar umsóknir um skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna á árinu 2022. Umsóknarfrestur er 3. október 2022 kl. 15:00.

Bráðabirgðaákvæði framlengd fyrir rekstrarárið 2022/gjaldárið 2023

Fyrir rekstrarárin 2020 og 2021 komu til sérstök bráðbirgðaákvæði í lögum nr. 152/2009, sem voru hluti af auknum stuðningi við nýsköpunarfyrirtæki vegna Covid-19 sem Alþingi samþykkti í maí 2020. Samkvæmt þessum ákvæðum nam skattfrádrátturinn 35% af styrkhæfum kostnaði að hámarki 1.100 m.kr. í tilviki lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en 25% í tilviki stórra fyrirtækja. Hámark skattafrádráttar gat því orðið allt að 385.000.000 kr. hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum og 275.000.000 kr. hjá stórum fyrirtækjum á gjaldárunum 2021 og 2022 (vegna rekstraráranna 2020 og 2021) .

Alþingi framlengdi framangreind ákvæði þ. 15. júní 2022 með þeirri breytingu að hámark kostnaðar til útreiknings á frádrætti frá álögðum tekjuskatti árið 2023 skal vera samtals 1.000.000.000 kr., þar af skal heimilt að telja til þeirrar fjárhæðar allt að 200.000.000 kr. vegna aðkeyptrar rannsóknar- eða þróunarvinnu skv. 6. gr. laganna. 

Umsóknir

Umsóknum skal skilað rafrænt. Aðgangur að umsóknarkerfi, handbók skattfrádráttar, ásamt lögum og reglugerðum um sjóðinn o.fl., er að finna á síðu Skattfrádráttar rannsókna- og þróunarverkefna.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica