Auglýst er eftir umsóknum í Doktorsnemasjóð umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins fyrir styrkárið 2022

13.5.2022

Sjóðurinn styrkir rannsóknir á samspili landnýtingar og loftslags. Umsóknarfrestur er til 15. júní 2022, kl. 15:00.

Markmið sjóðsins er að styrkja rannsóknir á samspili landnýtingar og loftslag. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn nemendur í doktorsnámi á sviði náttúruvísinda.

Sjóðurinn veitir styrki samkvæmt almennum áherslum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna, færni einstaklinganna sem stunda rannsóknirnar og aðstöðu þeirra til að sinna verkefninu.

Umsækjendur eru beðnir um að kynna sér reglur sjóðsins fyrir styrkárið 2022 áður en hafist er handa við gerð umsóknar.

Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Umsóknir og umsóknargögn skulu vera á ensku.

Nánari upplýsingar og aðgangur að rafrænu umsóknarkerfi Rannís á vefsíðu sjóðsins .









Þetta vefsvæði byggir á Eplica