Bendum á samstarfsvettvang um European Digital Innovation Hub á Íslandi

14.5.2021

Íslensk stjórnvöld vinna nú að undirbúningi á þátttöku Íslands í áætlun Evrópusambandsins um stafræna Evrópu (DIGITAL Europe). Áætlunin varir frá 2021 til 2027 og er gert ráð fyrir að aðild Íslands verði staðfest um mitt árið 2021.

Hluti af þeim undirbúningi er að tilnefna hæfa aðila sem geta sótt um að reka Evrópska miðstöð stafrænnar nýsköpunar (European Digital Innovation Hub, EDIH) á Íslandi. Samráðshópur ráðuneyta sem vinnur að undirbúningi á þátttöku Íslands í DIGITAL Europe hefur komist að þeirri niðurstöðu, að höfðu samráði við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, að skynsamlegt sé að hafa eina miðstöð stafrænnar nýsköpunar á Íslandi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið, sem leiðir samráðshóp ráðuneytanna, auglýsir því eftir íslenskum lögaðilum sem hafa áhuga á að taka þátt að stofna samstarfsvettvang um rekstur EDIH á Íslandi. Markmiðið er að leiða saman þá aðila sem hafa þekkingu og burði til að reka slíka miðstöð þannig að hún uppfylli þær kröfur sem Evrópusambandið gerir.

Áhugasömum er bent á frétt á vef Stjórnarráðsins.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica