Bókasafnasjóður úthlutun 2024

28.5.2024

Úthlutun úr Bókasafnasjóði fór fram í Safnahúsinu þann 27. maí 2024. Sjóðnum bárust alls 20 umsóknir frá 11 bókasöfnum og sótt var um tæplega 37 milljónir. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menninga- og viðskiptaráðherra samþykkti tillögu bókasafnaráðs um styrkúthlutun til 12 verkefna en til úthlutunar voru 20 milljónir.

Landsbókasafn - Háskólasafn fær hæsta styrkinn eða 4 milljónir króna til átaksverkefnis um íslenska útgáfuskrá sem nýtast mun öllum bókasöfnum og almenningi landsins. Verkefnið stuðlar að aðgengilegri og sýnilegri upplýsingum um íslenska útgáfu og fellur vel að markmiðum sjóðsins. Næsthæsta styrkinn fær Borgarbókasafn fyrir verkefnið: Glæpafár á Íslandi sem svarar ákalli um áhuga almennings á glæpasagnahefð.

Styrkhafar bókasafnasjóðs 2024

*Birt með fyrirvara um innsláttarvillur

Nafn umsækjandaTitillÚthlutuð upphæð í -kr.Lýsing á verkefni
Amtsbókasafnið á AkureyriLoftslagskaffi1.600.000Loftslagskaffi Íslands er skapandi verkefni sem hefur það að markmiði að auka samstöðu, virðingu, og seiglu einstaklinga og samfélagsins með því að styrkja tengsl fólks við hvort annað, náttúruna og sjálfbæra lifnaðarhætti.
Amtsbókasafnið á AkureyriBókaklúbbur ungmenna170.000Markmiðið er að efla bókaklúbb ungmenna á safninu. 15 ungmenni í 8.-10. bekk koma á Amtsbókasafnið einu sinni í viku og eru 80 mínútur í senn. Hópurinn spjallar um bækur og vinnur ýmis bókatengd verkefni.
Borgarbókasafn ReykjavíkurGlæpafár á Íslandi3.900.000Glæpafár á Íslandi er heiti á röð viðburða sem Hið íslenska glæpafélag efnir til í samstarfi við almennings-bókasöfn til að fagna 25 ára afmæli félagsins. Viðburðirnir tengjast íslenskum glæpasögum og glæpasagnaritun.
Borgarbókasafn ReykjavíkurLitla bókasafnið – leggjum grunn að lestraruppeldi1.000.000Litla bókasafnið er ný nálgun á farandbókasafni sem kynnir yngstu börnum leikskólanna fyrir almennings-bókasafninu og ævintýraheimi bókanna í gegnum leik. Með Litla bókasafninu fá foreldrar kynningu á safnkosti, starfsemi og þjónustu almennings-bókasafna fyrir yngstu börnin.
Borgarbókasafn ReykjavíkurYlfa og Úlfur, lesum allan heiminn!800.000Verkefnið “Ylfa og Úlfur, lesum allan heiminn!” er ætlað að efla málþroska og læsi með áherslu á lesskilning hjá börnunum í hverfinu okkar. Markmiðið er að efla lestur nemenda með leikjum og listsköpun, gera lestur enn skemmtilegri og aðgengilegri.
Bókasafn ÁrborgarJanoir - glæpsamlegt upphaf á nýju ári!1.200.000Janúarmánuður 2025 verður tileinkaður glæpasögum og glæpasagnagerð. Svakalega sögusmiðjan verður með ritsmiðju fyrir börn og afrakstur þeirrar vinnu verður kynntur. Einnig verður kynning á þýddum sakamálabókum eftir íslenska höfunda.
KópavogsbærBókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi1.800.000Verkefnið snýr að því að koma betur til móts við þann fjölbreytta hóp fólks sem heimsækir bókasafnið okkar og þar með að virkja innflytjendur betur til þátttöku í "bókasafns-samfélaginu" okkar.
KópavogsbærFF röðin - ungmennin í forgrunni800.000FF röðin er fyrirlestraröð fyrir foreldra ungmenna og hugsuð sem forvarnir á ýmsum málefnum sem tengjast þroska og uppeldi ungmenna. Fyrirlestraröðin tekur á mikilvægum en á sama tíma viðkvæmum málefnum sem foreldrar eiga stundum erfitt með að ræða og/eða taka á.
Landsbókasafn -HáskólabókasafnSérverkefni um Íslenska útgáfuská4.000.000Íslensk útgáfuskrá er tölulegt yfirlit yfir útgáfu á Íslandi. Skráin er gefin út af Landsbókasafni Íslands – Háskóla-bókasafni og er birt á vefsíðunni utgafuskra.is. Bæta á skráningu á útgáfuárum, afmarka betur upplýsingar um bækur ætlaðar almenningi og gera gögn um útgáfu fyrir 1999 hæf til birtingar.
MúlaþingBókasafnið sem samfélagsmiðja1.000.000Þróun bókasafns Héraðsbúa, og í framhaldinu annarra bókasafna í Múlaþingi, sem samfélagsmiðju, þar sem fjölbreyttir hópar geta mæst, átt athvarf og fræðst um allt milli himins og jarðar.
Norræna húsiðTréð - átak í lestri í gegnum fræðsluefni2.830.000Tréð er sýning sem byggir á fræðsluefni Norræna bókagleypisins og er samstarf Borgarbókasafns, Amtsbókasafns Akureyrar og Norræna hússins. Verkefnið er átak í lestri og ýtir undir virka samveru með samræðukveikjum og verkefnum.
Upplýsing,
félag bókasafns- og upplýsinga-fræðinga
Hönnun á rafrænni útgáfu tímaritsins Bókasafnið900.000Tímaritið Bókasafnið kom út á prenti fram til ársins 2020. Útgáfan verður færð yfir á rafrænt form og í opnum aðgangi.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica